Vísi­fingur á fleygiferð

01.1.2009 ~ 1 mín

Skáld­skapur um skáld­skap: við getum ekki sungið þjóð­söng­inn, hann er of hár. Íslands þúsund ár, Íslands þúsund ár, svo hár, svo ekki sé minnst á nasískur. Þarf hann að vera svona vegna þess að þetta þjóð­ríki er þvætt­ingur og hann veit það? Vegna þess, ekki einfald­lega, að Íslend­ingar séu ekki þjóð heldur vegna þess að í smæð hennar og eins­leitni blasir það svo við að þá vídd skáld­skap­ar­ins sem felst í hugmynd­inni þjóð­ríki þarf ekki og í ofanálag er ekkert pláss fyrir hann. Íslands þúsund þegnar – þið eigið ýmis­legt sameig­in­legt. Já, ókei, og hvað fleira, koddu nú með það, segðu mér eitt­hvað sem ég veit ekki. En það kemur ekki.

Þess vegna er sjálf hugmyndin um þetta þjóð­ríki andvana fædd, því hún er ekki einu sinni hugmynd, hvað sem hún klífur tónstiga, hún er, og er dæmd til að verða, aldrei meira en vísi­fingur á lofti — nei, vísi­fingur á fleygi­ferð, að reyna að benda á sjálfan sig.