Keðjutal

18.11.2017 ~ 1 mín

„„„„Vesl­ings fólkið sem, þegar maður hugsar út í það á ég við, var í frétt­unum þennan dag, að, ég meina fyrir eintóma hend­ingu“ – Nú eru allir hættir að tala svona, minn­ast á þetta, hlutir eru eins og þeir eru“ sagði hann og ég var smástund að átta mig en fatt­aði svo, auðvitað, hann var að tala um liðið í frétt­unum, eins og það eigi þetta ekki skilið“ sagði hún við mig eins og ekkert væri sjálf­sagð­ara og ég kink­aði kolli, en það er svo óþægi­legt að, vegna þess að ég meina hvað segir maður, talar um þetta, eins og það sé ekki hægt að hafa neina rétta afstöðu, bein­línis en –“ svona keðjur á ég við, fólk var farið að tala í svona keðjum því auðvitað, það var ekki að tala í eigin­legum skiln­ingi, með munn­inum, heldur á lykla­borð, eins og ég núna, ég geri þetta líka, auðvitað, maður þarf að gæta, halda skrárnar sínar, halda til haga, á ég við, það er vissara