Hin keis­ara­legu andlits­hár snúa aftur

29.8.2019 ~ 2 mín

Tveir framá­menn innan æðstu stofn­ana ríkis­ins skarta nú sama skegg­inu: seðla­banka­stjór­inn Ásgeir Jóns­son og þing­mað­ur­inn sem segist aðeins hafa brugðið sér frá úr stóli forsæt­is­ráð­herra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Þetta er ekki sama skegg og eftir­hruns­skeggið. Eftir­hruns­skeggið var sveita­skegg, fól í sér ímynd­aða teng­ingu við jörð og ákall um eða tilkall til alþýð­legs trausts. Traustið sem eftir­hruns­skeggið vakti grund­vall­að­ist á óreglu þess, það var nauð­syn­lega sótt út fyrir ramma stofn­un­ar­innar. Hið nýja agaða, snyrti­lega skorna og greidda skegg er þvert á móti eins og skegg á mynda­styttu, á torgi, af manni með sverð. Ekki ótamið vist­kerfi heldur plægðir akrar kringum herra­bú­garð­inn. Jafn­vel Freud var með hótinu frjáls­legra skegg en þetta.

Ég var smástund að koma því fyrir mig hvar ég hefði séð þetta skegg áður, hvar ég sá það síðast, svo sló það mig: Rúss­land­s­keis­ari fyrir bylt­ingu, tsar­inn Nikulás annar. Þetta er skeggið hans. Eða þeir deildu því, Nikulás og frændi hans Georg fimmti, konungur Breta og keis­ari á Indlandi. Hið umdeil­an­lega keis­ar­ans skegg er snúið aftur, skegg sem hafði þar til nú síðsum­ars ekki sést í námunda við æðstu embætti frá árinu 1917.

Sigmundur Davíð og Ásgeir Jóns­son eiga það sameig­in­legt um þessar mundir að verk­efni þeirra felst einkum í því að vekja eða endur­heimta traust. Annað hvort eru þeir báðir svona sein­heppnir – sem getur verið, að þeir beri ekkert skyn­bragð á aðstæður, lesi ekki herbergið – og skeggið mun þvæl­ast fyrir þeim báðum; eða þeir eru einmitt svona næmir á tíðar­and­ann, nú þegar allt er í húfi fyrir þá sjálfa, og gera sér grein fyrir að nokk­urn fjölda fólks dreymi nú um, hvað, konunga? Keis­ara? Stift­amt­menn og konf­erens­ráð? Eitt­hvað ekki alfarið lýðræðislegt.

Á meðan þetta aftur­sækna skegg heldur velli birt­ast önnur lýðræð­is­legri og blíð­mann­legri skegg einkum sem minna en það. Skegg sjón­varps­frétta­manna, álits­gjafa, fræðimanna, skegg þeirra sem vinna ekki við að virð­ast vera með allt á hreinu, jafn­vel skegg þeirra ráðherra sem telja óhætt að láta dags­formið ráða hvort og hvernig þeir raka sig, þau eiga sig ekki sjálf um þessar mundir, heldur birt­ast sem frávik frá skúlp­túrnum framan í raðsk­andal­ist­unum tveimur upprisnum, skegg­inu sem segist vera með töglin og haldirnar.

Nú á miðviku­dags­kvöld birt­ist loks þriðji keis­ara­legi skegg­haf­inn á opin­berum vett­vangi: ráðherr­ann í sjón­varps­þátt­unum Ráðherr­ann, leik­inn af Ólafi Darra. Allt er þá þrennt er, þetta skegg hefur þýðingu. Það eru góðar og slæmar fréttir. Slæmu frétt­irnar fyrst? Ef ráðherr­ann í sjón­varps­þátt­unum framundan kemur til með að njóta almennrar hylli og samúðar áhorf­enda, þá verður Sigmundur Davíð næsti forsæt­is­ráð­herra. (Þetta er spádómur sem augljós­lega hlýtur að bregð­ast, enda fráleitt að lesa annað eins í umhirðu andlitshára.)

Góðu frétt­irnar: Þetta er skegg frá því korter í bylt­ingu. Ef það kemur upp um ólýð­ræð­is­legar þrár þess sem það ber, kemur það eins áreið­an­lega upp um hitt um leið, hvað hann dreymir ákaft um að verða steypt af stóli.