Rú og stú

22.8.2019 ~ 1 mín

Scatter­brained. Það er fyrsta orðið sem mér dettur í hug til að lýsa ástand­inu á mér undan­farið. Það hlýtur að vera til íslenskt orð yfir fyrir­bærið – og ef það er ekki til mun einhver leggja það til, stinga upp á einhverju hljóm­fögru og snið­ugu, sem kemur í sama stað niður, eitt­hvað sem væri fært um að bera sama inntak, en mun ekki fara í almenna umferð. Jafn­vel ef það fer í almenna umferð, ef við erum öll svo scatter­brained að það verði ástæða fyrir okkur til að nota hið nýslegna, nýfrónska hugtak dag frá degi, þá er hætt við að það verði af skyldu­rækni, að við hugsum í hvert sinn scatter­brained þó að við segjum, hvað – á rúi og stúi? Haus­inn á mér er búinn að vera svo á rúi og stúi – og viðmæl­and­inn þýði jafnóðum í huga sér yfir á ensku­slett­una sem er honum eða henni, eins og mér eða þér, miklu tamari. Og aðeins nákvæm­ari. Hittir betur nagl­ann á höfuðið með því að vera almennt notað bara akkúrat svona, einmitt um þetta, þarf ekki að seil­ast í óvissu­ferð eftir inntaki við hverja notkun. Og ef það á ekki við um þetta hugtak á það við um ótal önnur: enskur orða­forði er eins og dátarnir og við erum stúlk­urnar í bænum, þeir eru bara svo margir og verald­ar­vanir og við, þrátt fyrir allt, á lífi. Hvað sem er reynt að halda þeim í einni sótt­kví og okkur í annarri léttir ekki ástand­inu. Ég er scatter­brained, segi ég, það er þetta ástand á mér.

Svo ég hætti á Facebook.