Nei, banda­rísk kjarna­vopn eru ekki bönnuð á Íslandi

04.9.2019 ~ 1 mín

Í grennd við kjarna­vopn reyn­ast stað­reyndir heldur teygj­an­legar. Í DV stóð á þriðju­dag: „Meðan að Banda­ríkja­her hafði hér aðstöðu á tímum kalda stríðs­ins til ársins 2006, var í gildi varn­ar­samn­ingur milli þjóð­anna tveggja“. Varn­ar­samn­ing­ur­inn er enn í gildi og sagður horn­steinn þjóðarör­ygg­is­stefnu lands­ins sem Alþingi samþykkti árið 2016. Þá sagði í sömu frétt: „Hann kvað á um að engin kjarna­vopn yrðu geymd hér á landi“. Það er ekki rétt. Varn­ar­samn­ing­inn má finna á netinu, hann má lesa, þar er ekki orð um kjarnavopn.

Nú á miðviku­dag hefur RÚV það eftir Kolbeini Óttars­syni Proppé í „þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands sé sérstak­lega kveðið á um frið­lýs­ingu Íslands fyrir kjarn­orku­vopnum“ og „ef frið­lýs­ing Íslands fyrir kjarna­vopnum eigi að vera einn af horn­steinum þjóðarör­ygg­is­stefnu lands­ins, að þá verði að fram­fylgja henni“. Hin svonefnda frið­lýs­ing í 10. ákvæði stefn­unnar er orðuð svo: „Að Ísland og íslensk land­helgi sé frið­lýst fyrir kjarna­vopnum, að teknu tilliti til alþjóð­legra skuld­bind­inga.“ Að teknu tilliti til. NATO-aðild Íslands og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin telj­ast til alþjóð­legra skuld­bind­inga. Við tökum tillit til þeirra. Að öðru leyti er Ísland vissu­lega frið­lýst fyrir kjarna­vopnum. Senni­lega nær frið­lýs­ingin til kínverskra kjarna­vopna og norður-kóreskra. Og rúss­neskra, auðvitað. Rúss­neskir kjarna­oddar eru bann­aðir á Íslandi. Banda­rískir ekki. Frið­lýs­ingin inni­heldur undan­þágu fyrir banda­menn Íslend­inga. Hún er blöff. 

Varn­ar­samn­ing­ur­inn

Þjóðarör­ygg­is­stefnan