Vara­for­seti Banda­ríkj­anna á ferð með herliði vegna fámenns málþings Íslandsstofu

03.9.2019 ~ 3 mín

Hádeg­is­fréttir RÚV, 3. sept­em­ber 2019. Utan­rík­is­ráð­herra bregst við spurn­ingum Brodda Brodda­sonar. Prentvillur eru mögu­legar en málvillur eru ráðherr­ans sjálfs:

Broddi Brodda­son: En hingað er kominn Guðlaugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra. Tilgang­ur­inn? Til hvers er Mike Pence að koma til Íslands? Það var talað um viðskipta­mál í upphafi, nú tala þeir fyrir vestan haf um hernaðar‑, varn­ar­sam­starf og Norðurslóðir.

Guðlaugur Þór Þórð­ar­son: Ja, það sem er á dagskránni er málþing um tvíhliða viðskipti sem að bæði íslenskir og banda­rískir kaup­sýslu­menn taka þátt í. Það er nokkuð sem hefur verið skipu­lagt í langan tíma, af Íslands­stofu og utan­rík­is­þjón­ust­unni og kemur til út af ákvörðun míns og Mike Pompeo um að fara í efna­hags­sam­ráð. Og við tókum okkur það í febrúar. Þannig að það er tilgangur ferð­ar­innar. En auðvitað munum við, ef færi gefst á, ræða ýmis­legt fleira.

B: Er þetta fjöl­menni, eru þetta margir íslenskir athafna­menn, skulum við segja, sem taka þátt í þessu?

G: Tja, nei, það eru nú ekki margir sem eru á þessu málþingi. En stóra einstaka málið er þetta, að við höfum farið í þetta efna­hags­sam­ráð, með það að mark­miði að styrkja efna­hags­leg tengsl ríkj­anna. Viðskipta­leg tengsl. Og okkar markmið er mjög skýrt: við erum fríversl­un­ar­þjóð og við gerum allt hvað við getum til að styrkja samkeppn­is­stöðu okkar. Og ef við náum einhverjum árangri, við erum í þannig stakk komin, á þennan stað, og við höfum ekki komist á þann áður, að þá mun það hjálpa íslensku efnahagslífi.

B: Þannig að þetta skilar vonandi einhverjum árangri. En hefur vara­for­seti Banda­ríkj­anna boðað einhver útspil?

G: Ne, nei, það hefur nú ekkert slíkt sem hefur komið fram ennþá. En bara það að hann komi hingað og setur þaraf­leið­andi kast­ljós á Ísland fyrir, meðal annars fyrir banda­rískt, banda­rískt viðskipta­líf, að það eru góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga.

B: Nú var Pompeo, koll­egi þinn, hér fyrir skemmstu og nú kemur Pence, vara­for­set­inn. Hvaða ógnaráhugi er þetta? Er þetta hern­að­ar­legi þátturinn?

G: Ja, ég bara, loks­ins eru þeir búnir að átta sig á, eða ég veit ekki hvað á að segja, loks­ins – í það minnsta, þegar ég kom að málinu þá vakti ég athygli bæði banda­rískra ráða­manna og sömu­leiðis í Evrópu á mikil­vægi Íslands því við erum mikil­vægt land og mikil­vægur banda­maður, meðal annars út af Norð­ur­slóðum en ýmsu fleiru. Þannig að það er afskap­lega ánægju­legt að við séum að sjá þessi viðbrögð því þetta eru ekki bara Banda­ríkja­menn. Við erum búin að sjá líka í fyrsta skipti japanska utan­rík­is­ráð­herr­ann koma hingað, við vorum hér með kansl­ara Þýska­lands um daginn. Þannig að þetta er góð þróun og góðar fréttir fyrir okkur.

B: Nú kom það fram í pistl­inum hér áðan að þetta er nánast eins og hersýn­ing. Það eru alls konar herflug­vélar og herþyrlur og hvað­eina. Skýrir það ef til vill þetta, að áherslan liggi þarna megin, eða er þetta bara til að passa upp á vara­for­set­ann, sem hann er hérna í þessum felu­leik sem hann virð­ist nú að vissu leyti vera?

G: Ja, hann er svosem ekki í neinum felu­leik, en hins vegar eru öryggis­við­bún­aður, þegar vara­for­seti Banda­ríkj­anna, er miklu meiri heldur en hjá þeim ráða­mönnum sem við höfum séð koma hingað áður. Og það kemur auðvitað ekki til af góðu. Við þekkjum það úr sögunni að stundum hafa skelfi­legir atburðir gerst. En við erum og þartil­bærar stofn­anir, íslenskar, eru að vinna með banda­rískum stofn­unum, að sjá til þess að örygg­is­málin verði í lagi.

B: Nú hefur dagskráin aðeins verið á reiki. Liggur fyrir núna, veistu það, hvort hann hittir forseta Íslands?

G: Ja það er, dagskráin hefur tekið miklum breyt­ingum. Og miklum svipt­ingum, það er auðvitað ekkert nýtt, en bara það, svo menn setji, átti sig á því, að bara breyt­ingar sem verða á ferðum hans, til dæmis í Evrópu, að þær hafa áhrif hér. Þannig að ég hef haft það fyrir reglu að segja sem allra minnst um, það getur breyst fljótt –

B: Segðu mér eða veistu það ekki?

G: Ja, endan­lega nei, þá er það þannig að þetta er ekki, alls ekki endanlegt.

B: Takk fyrir þetta, Guðlaugur Þór Þórðarson.


Myndin sem fylgir færsl­unni birt­ist í Þjóð­vilj­anum þann 7. júlí 1983, og er tekin á mótmælum í tilefni af heim­sókn vara­for­seta Banda­ríkj­anna um þær mundir, George Bush eldri. Hvorki vara­for­setar né forsetar Banda­ríkj­anna hafa heim­sótt Ísland síðan þá, þar til nú. Myndin er ekki merkt ljósmyndara.