En ekki af léttúð

22.2.2020 ~ 7 mín

Berl­inale. Í jarð­lest­unum forð­ast fleiri en áður að snerta yfir­borð með berum fingrum, halla sér upp að frekar en halda sér í, hika við að opna dyrnar í von um að aðrir verði fyrri til, toga jakka­erm­ina yfir fing­urna ef þau neyð­ast til að ýta á hnapp­inn sjálf.

Við vask­ana á baðher­bergj­unum þvo blaða­menn sér hótinu lengur um hend­urnar en á meðal­ári. Sýna smá núvit­und við hand­þvott, eins og fjöl­skyldu­lækn­ir­inn hvatti til á dögunum.

Kína vantar á hátíð­ina. „With China’s film sector essentially shut down and release dates for even Hollywood tent­po­les still up in the air, sell­ers are reluct­ant to commit to the Middle Kingdom,“ skrifar Hollywood Reporter á föstu­dag. „The situation for the film indus­try is terri­ble“. Terri­ble í merk­ing­unni að fullt af samn­ingum sem menn ætluðu að gera verða ekki gerðir hér og nú. Þetta snertir mark­aðs­svæðið frekar en hátíð­ina sjálfa – myndi maður segja ef markaðs­hlut­verk svona hátíða væri ekki svo umfangs­mikið að „hátíðin sjálf“ virð­ist stundum bara vera frontur fyrir kauphallargólfið.

Og svo er það hryðju­verka­árásin í Hanau. Þar var nasisti að verki. Í Þýskalandi vísar slík árás óhjá­kvæmi­lega á allan þunga sögunnar, helvítis hyldýpið. Gjá sem liggur þvers og kruss, meðal annars inn í erfða­efni kvik­mynda­há­tíð­ar­innar: um mánuði áður en hátíðin hófst varð opin­bert það hneyksli að Alfred Bauer, stjórn­andi Berl­inale í aldar­fjórð­ung frá því að hátíðin var fyrst haldin, árin 1951 til 1976, var nasisti. Nú getur það þýtt ýmis­legt í landi þess­arar sögu, en Bauer var semsagt hvorki tregur í taumi né tilneyddur, segja blaða­menn Die Zeit, sem ljóstr­uðu upp um málið. Bauer var ekki aðeins meðlimur í nasista­flokknum, heldur einnig í storm­sveit­unum SA. Eftir herþjón­ustu í stríð­inu hlaut hann vottun frá áróð­urs­mála­ráðu­neyti Göbbels um að hann væri innmúr­aður og traustur gaur. Þau meðmæli leiddu hann til frama innan UFA, hins opin­bera kvik­mynda­vers þriðja ríkis­ins. Leið Bauers til forystu kvik­mynda­há­tíð­ar­innar eftir stríð lá þannig gegnum frama­brautir nasista­flokks­ins. Þá forsögu faldi hann á meðan hann lifði. Og 34 árum betur.

Þetta kom allt á daginn bara núna í síðasta mánuði. Alfred Bauer-silf­ur­björn­inn, sem svo nefnd­ist fram að því, leik­stjóra­verð­laun hátíð­ar­innar, heitir nú einfald­lega 70. Berl­inale silf­ur­björn­inn. Frek­ari úrvinnsla á þessum þætti í sögu hátíð­ar­innar mun áreið­an­lega fara fram og birt­ast víða á komandi árum.

Hvort það er kóróna­veikin eða nasist­arnir eða eitt­hvað allt annað sem veldur veit ég ekki – og svo er ekki alltaf gott að segja hvað er bara í manns eigin brjósti og hvað þarna úti – en ég hef á tilfinn­ing­unni að andrúms­loftið á hátið­inni sé heldur mold­ar­legra en stundum áður. Ég er að reyna að segja somber – hvað er íslenska yfir somber? Svona eins og allir séu nýbúnir að bregð­ast við einhverjum tíðindum með orðunum „Aha. Ókei. Fokk.“ Í þeirri röð.

Að því sögðu: bíó!


Mini­mata var fín, nú má segja það, embargo­inu aflétt. Vegna þess að Depp er í henni og hún fjallar um mikil­vægt málefni munið þið áreið­an­lega heyra af henni víðar. Myndin er byggð á sannri sögu stríðs­ljós­mynd­ar­ans W Eugene Smith sem er tekinn að eldast, kominn með nóg, vill fara að hætta þegar myndin hefst, árið 1971, en lætur drag­ast í einn leið­angur enn: að ljós­mynda afleið­ingar merkúr-meng­unar frá efna­verk­smiðju við Mini­mata-flóa í Japan. Depp fer vel með hlut­verkið en mér þótti tvennt annað standa upp úr verk­inu kvik­mynda­lega. Það fyrra er nálgun leik­stjór­ans á ljós­mynd­irnar sem Smith tók í þess­ari ferð. Hvernig kvik­myndin nálg­ast fræg­ustu ljós­mynd ferð­ar­innar er hápunktur kvik­mynd­ar­innar. Og er ætlað að vera það. En sá hátindur er eigin­lega jafn­hatt­aður af öðrum, sem lætur þó minna yfir sér: það er ákveðin nánd, eða mynd af nánd, milli ljós­mynd­ar­ans Smith og Aileen Mioko, konunnar sem hann kynn­ist í mynd­inni og gift­ist síðan í raun­veru­leik­anum. Þegar þau eru enn að kynn­ast, sitja saman til borðs með öðru fólki og hlusta á frásagnir þeirra, hallar hún sér upp að honum. Þau sitja þarna hvort um sig og hlusta, athygli sína og vit gefa þau öðrum – þau eru hvort á sínum vegum en saman í liði og eiga þennan einfalda stuðn­ing hvort í öðru, að halla sér upp að. Þetta er einföld mynd af ást, má segja, hvers­dags­leg og lætur lítið yfir sér, en hárná­kvæm og heppn­ast vegna þess að leik­stjóri og leik­arar vita hvað þau eru að gera.

Leik­stjór­inn heitir Andrew Levitas, liðlega fertugur, banda­rískur mynd­list­ar­maður, málari. Þessi mynd var ekki tímasóun.


Föstu­dag­inn hóf ég samt á því andlega afreki að hunsa blaða­manna­fund með Johnny Depp og fara í bíó.

Þá sá ég mynd­ina El Prófugo eða The Intru­der – Boðflennan? – eftir Nataliu Meta. Hún er í keppni. Þetta er mexí­kósk-argentínsk fram­leiðsla, sækó­þriller um konu sem lendir í þeim leið­indum, eftir að nýtil­kom­inn kærasti hennar fellur eða stingur sér fram af svölum og deyr, að raddir og persónur úr draumum hennar taka að þröngva sér yfir í ytri veru­leik­ann, raun­veru­leik­ann, og valda henni þar ýmsum vand­ræðum – ekki síst faglegum, en ásamt því að syngja í kór starfar aðal­per­sóna mynd­ar­innar við radd­setn­ingu kvik­mynda. Það sterk­asta við þessa mynd þótti mér hugs­an­lega upphaf hennar, fyrsti þáttur: á hvaða máta kærast­inn sem svo dó var óþol­andi, hvernig hann sýndi stjórn­semi. Það var eitt­hvað nýtt þarna, ný mynd af vafa­sömum kærasta. Ég varð ekki fátæk­ari af þess­ari mynd, ég sé alls ekki eftir mínút­unum í salnum.

Önnur keppn­ismyndin sem ég sá var ítalska myndin Volevo nascond­ermiÉg vildi fela mig – eða Hidden Away. Þetta er sann­sögu­leg mynd um málar­ann Antonio Liga­bue. Ef hún væri banda­rísk fengi aðal­leik­ar­inn óhjá­kvæmi­lega tilnefn­ingu til Óskar­s­verð­launa, ekki bara vegna þess hvað honum helst vel á hlut­verk­inu, heldur um leið vegna þess um hvers konar hlut­verk er að ræða. Antonio er á hrak­hólum í tilver­unni frá upphafi. Hann á það reyndar sameig­in­legt með aðal­per­sónu mynd­ar­innar Elle, sem RÚV sýndi á dögunum, að faðir hans virð­ist hafa framið voða­verk: móðir Antonios og þrír bræður létust af eitrun, árið 1913, og Antonio sjálfur leit í öllu falli svo á að þar hefði faðir hans verið að verki. Sem barn er hann sendur í fóstur, síðar vist­aður á geðsjúkra­húsi, hrekst um tilver­una, kjör­inn til algerrar og lífs­hættu­legrar útskúf­unar. Hann reyn­ist aftur á móti búa að hæfi­leika sem aðrir eru tilbúnir að hlúa að, sem verður honum til bjargar. Sem málari eign­ast hann líf, eða hlut­deild í heim­inum. Þetta er góð mynd, forvitni­leg saga, magn­aður leikur. Hreint engin tímasóun.

Loks sá ég suður-kóresku kvik­mynd­ina Sa-nyang-eui-si-gan, á ensku: Time to Hunt. Veiði­tíma­bilið? Hún er kynnt sem saga úr suður-kóresku samfé­lagi upp úr fjár­málakrepp­unni 2008, og mér þótti forvitni­legt að sjá sögu­sviðið. Eftir fyrsta kort­erið er það allt þó horfið í bakgrunn mynd­ar­innar og í forgrunni tekur við hefð­bundið bang-bang: rán í spila­víti, elting­ar­leikur, margir deyja, glæpir borga sig ekki. Allt var þetta nógu vel gert til að myndin mun njóta sín á stórum skjá, með nýbak­aðri pítsu og timb­urmönnum, ótal sunnu­daga í mörgum húsum – þá má dotta yfir henni í korter, jafn­vel hálf­tíma, án þess að missa þráð­inn. En fyrir óþunna, pítsu­lausa menn í kvik­mynda­sal var þetta heldur tosaður lopi og eftir­sjá að sumum mínútanna.


Aftur að Mini­mata, eitt andar­tak: Í umfjöllun sinni á Smygl­inu segir Ásgeir H. um vett­vangs­ferð ljósmyndarans:

„En þótt hinn almenni borg­ari taki honum fagn­andi þá svífst þetta stór­fyr­ir­tæki einskis. Við Íslend­ingar getum kannski ímyndað okkur Kára­hnjúka eða kaup­fé­lags­stjór­ann í Hérað­inu – og marg­faldað ófyri­leitn­ina með hundrað. Þetta eru hákarlar sem einskis svíf­ast, mafíósar í gervi bisnessmanna.“

Þegar Ásgeir minn­ist á Kára­hnjúka í þessu samhengi megum við öll rifja upp hvar við lögðum síðast frá okkur blygð­un­ar­sem­ina, við sem kunnum á mynda­vélar, höfum aðgang að fjöl­miðlum, en vorum þar ekki þegar hirðu­leysi um öryggi verka­fólks olli ótal manns örkumli og dauða. Þegar þau eru að kynn­ast þarna í mynd­inni, Eugene og Aileen, og hún biður hann um mynda­vél, þá heldur hann fyrst örlít­inn inngangs­fyr­ir­lestur. Fyrst kemur klisjan: ættbálkar meðal frum­byggja í Amer­íku trúðu því að við mynda­töku glati módelið hluta af sálinni sinni. En maður þarf að lesa smáa letrið, bætir hann við: að það á við um ljós­mynd­ar­ann líka. Að taka myndir tætir hjartað. Taktu mynda­vél­ina, segir hann, en ekki taka henni af léttúð.

Eða eitt­hvað í þá veru, þetta er eftir minni. Ég held að Ásgeir og Depp hafi rétt fyrir sér. Og ég held að það megi bæta við smáu letri undir smáa letrið: Ljós­myndin er ekki vitn­is­burður, heldur gerir hún þig, sem sérð hana, að vitni. Og sá sem er vitni að grimmd en þegir yfir henni er samsekur um hana. Þannig gerir ljós­myndin okkur öll að gerendum, í merk­ingu sektar, einmitt þegar við gerum ekki neitt. Þess vegna hafa ljós­myndir stundum orðið hreyfiafl.

Og ég er að hugsa um Kópa­vog, líkams­árás­ina og upptök­una. Freist­ing­una að láta sem við sjáum ekki það sem við sjáum. Þá skyldu manns að trúa eigin augum. Hætt­una sem í því felst. Og hætt­una sem felst í að gera það ekki.