Lögreglurásin

05.2.2020 ~ 3 mín

Ef það spyrð­ist frá Ungverjalandi, Tyrklandi, Rússlandi eða jafn­vel Banda­ríkj­unum, að þar hefðu stjórn­völd ráðið fyrr­ver­andi lögreglu­stjóra sem ritstjóra yfir stærsta fjöl­miðli lands­ins, þá þætti inntak frétt­ar­innar skýrt, það lægi í augum uppi: vald­hafar herða tökin á fjöl­miðlum. Að velta fyrir sér þýðingu sömu atburða­rásar á Íslandi virð­ist hins vegar mörgum þykja dóna­skapur og spyrja hvers hann á að gjalda, þetta annál­aða blíðmenni.

Í apríl 2006 átti Dóms­mála­ráðu­neytið í viðræðum við full­trúa banda­rískra stjórn­valda vegna yfir­vof­andi brott­farar Banda­ríkja­hers frá Íslandi og lokun herstöðv­ar­innar á Reykja­nesi. Í banda­rísku sendi­ráðs­skeyt­unum sem Wiki­leaks birti árið 2010 má finna skjöl um þessar viðræður. Í nokkrum skeytum kemur nafn Stef­áns Eiríks­sonar við sögu, sem þá var yfir­maður ráðu­neyt­is­ins á sviði löggæslu og dóms­mála. Hér verður litið til tveggja þess­ara skeyta.

Fyrra skeytið ber yfir­skrift­ina „ICELAND: COAST GUARD DIRECTOR SHUT OUT OF POST-NASKEF PLANNING“. Megin­inn­tak þess er að Björn Bjarna­son, þá dóms­mála­ráð­herra, snið­gangi um þær mundir Georg Lárus­son, forstjóra Land­helg­is­gæsl­unnar, haldi honum utan við viðræður um fram­tíð­ar­skipu­lag gæsl­unnar og annað tengt. Þar er vitnað í Stefán Eiríks­son um ástæður þess­arar snið­göngu og haft eftir honum að endur­tekið hafi full­trúar gæsl­unnar „vælt“ í fjöl­miðlum um að stofn­un­ina skorti búnað og fjár­reiður til að valda hlut­verki sínu. Vegna slíkra umkvart­ana og leka hugleiði ráðherr­ann jafn­vel að einka­væða hluta af starf­semi Land­helg­is­gæsl­unnar, enda séu verk­taka­fyr­ir­tæki og starfs­menn þeirra þakk­lát­ari að fá yfir­leitt eitt­hvað að gera og kvarti því síður eða leki nokkru.

Þetta trún­að­ar­skjal er undir­ritað af þáver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi, Carol van Voorst. Viðtak­endur þess eru ráðu­neyti innan­rík­is­ör­ygg­is­mála (Depart­ment of Home­land Secu­rity), þjóðarör­ygg­is­ráð Banda­ríkj­anna (Nati­onal Secu­rity Council), varn­ar­mála­ráð­herra lands­ins og innan­rík­is­ráð­herra, höfuð­stöðvar NATO og stjórn­völd í Noregi. Skjal­inu lýkur á þeirri ábend­ingu sendi­herr­ans til viðtak­enda að rétt­ast sé, um þær mundir, að bera erindi sem varða fram­tíð varn­ar­mála á Íslandi upp við Stefán Eiríksson:

„Under the circumst­ances, potential U.S. inter­locutors may be wise to route their proposals for ICG reforms through Eiriks­son, whose political star seems to be on the rise — or at least not imploding.“

Það var þann 3. apríl 2006. Rúmum þremur vikum síðar, 27. apríl 2006, rekur sendi­herr­ann gang viðræðn­anna í öðru skeyti til sömu viðtak­enda. Þar birt­ist aftur nafn Stef­áns Eiríks­sonar, í eftir­far­andi efnisgrein:

„Note: Minis­try of Justice Deputy Perman­ent Secret­ary Stefan Eiriks­son added that Reykja­vik wishes to prio­rit­ize intelli­gence cooperation as descri­bed by the U.S. side in March and hopes to enhance cooperation between the U.S. and Icelandic Coast Guards. He announced that the Nati­onal Comm­issi­oner of Police and the Icelandic Coast Guard would contact the Embassy in early May to initiate colla­boration in these areas as well as on train­ing and non-proli­feration activities.“

Með öðrum orðum lagði Stefán Eiríks­son áherslu á það í viðræðum Íslands og Banda­ríkj­anna um fram­tíð­ar­skipu­lag varn­ar­mála að áhersla yrði lögð á samstarf land­anna í leyni­þjón­ust­u­starf­semi. („Samstarf milli leyni­þjón­ustu­stofn­ana land­anna“ væri kannski nærtæk­ari þýðing, en þá þyrfti fyrst að rifja upp hvernig það er aftur allt saman, hvort það heitir að slík stofnun sé starf­rækt á Íslandi yfir­leitt, hvernig hún varð til, hver stýrir henni, í hvaða augnamiði og svo framvegis …)

Í fyrra skeyt­inu er hermt að Björn Bjarna­son hafi ekki litið á Georg Lárus­son sem „team player“. Innifalið er að þannig líti hann hins vegar á Stefán. Skeytin varpa um leið nokkru ljósi á hvers vegna einmitt það að vera góður liðs­maður Björns Bjarna­sonar er ekki ótví­ræður kostur í fari útvarpsstjóra.

Eftir að Stefán var ráðinn í nýja djobbið, nú á dögunum, hefur mörgum semsagt þótt ósann­gjarnt að honum sé yfir­leitt borið það á brýn að hafa áður verið lögreglu­stjóri. Þeir spyrja hvort batn­andi mönnum sé ekki best að lifa, hvort endur­hæf­ing sé óhugs­andi, og virð­ast þá líta á störf Stef­áns við velferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar sem eins lags betr­un­ar­vist. Upplýs­ing­arnar sem blaða­menn Wiki­leaks miðl­uðu um hlut­verk hans innan Dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins færa okkur um leið próf­stein á endur­hæf­ing­ar­starfið í ráðhús­inu: ef frétta­stofa RÚV miðlar á næst­unni áður óbirtum trún­að­ar­gögnum um samstarf Íslands og Banda­ríkj­anna á sviði leyni­þjón­ust­u­starf­semi, má líta á það sem vísbend­ingu um að ritstjór­inn Stefán veiti trún­aði fréttamið­ils við almenn­ing forgang fram yfir trúnað liðs­manns við yfirboðara.

En ef ekki, hvað er þá minna ískyggi­legt við að fyrr­ver­andi lögreglu­stjóri stýri stærsta fjöl­miðil Íslands en ef þú fréttir af sömu tilhögun í öðru landi?