Berlinale. Á þriðja dagi hátíðarinnar sá ég í fyrsta sinn gesti fara þar um með öndunargrímur. Þau voru fjögur. Fyrst ein kona, ung, af asískum uppruna, með svarta grímu. Síðan sátu skrafhreifin ítölsk hjón um sextugt fyrir framan mig í kvikmyndasal. Þeirra grímur voru spítalagrænar. Loks gekk fram hjá mér kona af ótilgreindum evrópskum uppruna, með prjónaða grímu. Sýndist mér.
Að lokum lét rauða teppið vita að því gengur líka gott eitt til, lofaði að valda sem minnstu tjóni.
Þetta var þriggja mynda dagur. Mjúki vestrinn var bestur, myndin First Cow, eftir Kelly Reichardt. Mjög forvitnileg mynd um leyndardóma upphaflegrar auðsöfnunar og vináttu. Meira um hana og hinar síðar. Ef ég nenni. Lesið Smyglið!