Vottun

22.2.2020 ~ 1 mín

Berl­inale. Á þriðja dagi hátíð­ar­innar sá ég í fyrsta sinn gesti fara þar um með öndun­ar­grímur. Þau voru fjögur. Fyrst ein kona, ung, af asískum uppruna, með svarta grímu. Síðan sátu skraf­hreifin ítölsk hjón um sextugt fyrir framan mig í kvik­mynda­sal. Þeirra grímur voru spít­a­la­grænar. Loks gekk fram hjá mér kona af ótil­greindum evrópskum uppruna, með prjón­aða grímu. Sýnd­ist mér.

Að lokum lét rauða teppið vita að því gengur líka gott eitt til, lofaði að valda sem minnstu tjóni.

Þetta var þriggja mynda dagur. Mjúki vestr­inn var bestur, myndin First Cow, eftir Kelly Reich­ardt. Mjög forvitni­leg mynd um leynd­ar­dóma upphaf­legrar auðsöfn­unar og vináttu. Meira um hana og hinar síðar. Ef ég nenni. Lesið Smyglið!