Fyrir­spurn send Forsæt­is­ráðu­neyt­inu 8. júní 2020

08.6.2020 ~ 4 mín

Mánu­dag­inn 8. júní 2020 hélt forsæt­is­ráð­herra blaða­manna­fund, ásamt þríeyki Almanna­varna, til að kynna tilhögun veiru­skimunar á landa­mærum Íslands sem ráðgert er að hefj­ist viku síðar, 15. júní. Meðal þeirra spurn­inga sem þar var ekki spurt og því vita­skuld ekki svarað, eru spurn­ingar um aðkomu deCode Genetics / Amgen Inc. að framkvæmdinni.

Ég geri mér grein fyrir að hugs­an­lega er ekkert við það slag­tog að athuga – en í ljósi gríð­ar­legra hags­muna lyfja­iðn­að­ar­ins í málinu hvílir þó sönn­un­ar­byrðin á stjórn­völdum frekar en almenn­ingi: stjórn­völdum ber þá, í þessu tilfelli, að sýna fram á að þau hafi ekki skráð almenn­ing til þátt­töku í vísinda­tilraun á vegum erlends stór­fyr­ir­tækis, án fyrir­liggj­andi upplýsts samþykkis tilrauna­dýr­anna, samfé­lags­ins sem bera mun áhætt­una og álagið af tilraun­inni. Þar sem engar upplýs­ingar hafa komið fram um efnis­legt inni­hald skil­mála deCode fyrir þátt­töku fyrir­tæk­is­ins í skimunum við landa­mærin, en forstjór­inn hefur þó gert einkar ljóst að einhverjir skil­málar voru settir, tel ég það varða mig, til jafns við alla aðra íbúa lands­ins, að vita hverjir þeir eru.1

Ég hringdi því í Heil­brigð­is­ráðu­neytið, til að grennsl­ast fyrir. Starfs­maður ráðu­neyt­is­ins sagði það ekkert hafa með málið að gera, sem væri á forræði Forsæt­is­ráðu­neyt­is­ins, þangað skyldi ég hafa samband. Þar náðist ekki á upplýs­inga­full­trúa í síma, og var ég beðinn um að senda fyrir­spurn­ina skrif­lega. Sem ég þá gerði, að blaða­manna­fund­inum loknum. Svona leit það erindi út, að prentvillum meðtöldum en kveðjum frátöldum :


Ég hef beðið eftir því að fram komi upplýs­ingar um efnis­legt inntak þeirra skil­mála sem forstjóri deCode Genetics setti stjórn­völdum um aðkomu fyrir­tæk­is­ins að þeirri veiru­skimun meðal ferða­manna sem nú er fyrir­huguð frá og með 15. júní nk.

Nú hefur samkomu­lag náðst milli stjórn­valda og fyrir­tæk­is­ins. Fram­kvæmd sótt­varna og aflétt­inga þeirra varðar augljós­lega hags­muni alls almenn­ings, og mikil­vægt, frá sjón­ar­hóli almanna­hags, að eyða megi allri tortryggni um hugs­an­leg áhrif einka­að­ila og annar­legra hags­muna á ákvarð­ana­töku og útfærslu slíkra aðgerða. Ég óska því eftir upplýs­ingum um samkomu­lag stjórn­valda og Íslenskrar erfða­grein­ingar, deCode Genetics Amgen Inc., og/eða tengdra félaga (hér eftir einu nafni deCode), um aðkomu þeirra að málinu, enda hljóti þær að telj­ast opin­berar, með skír­skotun til upplýs­ingalaga ef þurfa þykir:

1. Ef gerður hefur verið skrif­legur samn­ingur um aðkomu deCode að skimunum ferða­fólks bið ég um órit­skoðað afrit af þeim samningi.

2. Ef enginn skrif­legur samn­ingur liggur fyrir, óska ég eftir öllum fram­reið­an­legum upplýs­ingum um það samkomu­lag sem þó hefur verið gert, þá munn­lega, milli íslenskra stjórn­valda og deCode.

3. Ef flókið er að henda reiður á samkomu­lag­inu, ef það felst að einhverju leyti í persónu­bundnum loforðum eða vilyrðum, ef einhver hluti þess er óljós, undir­orp­inn vafa eða veru­lega háður túlk­unum, þá legg ég þó, á þessum tíma­punkti, mesta áherslu á ósk mína eftir skýrum upplýs­ingum um hvað það er sem deCode gerir ráð fyrir að bera úr býtum og hverju stjórn­völd hafa heitið fyrir­tæk­inu, ekki síst þá í formi aðgangs að þeim gögnum sem safn­ast við skimun­ina. Um leið óska ég eftir upplýs­ingum um alla skil­mála sem gilda af hálfu fyrir­tæk­is­ins og/eða stjórn­valda um meðferð upplýs­ing­anna, þar á meðal en ekki eingöngu, hvort í aðgangi deCode felist einhvers konar sérleyfi sem gæti meinað öðrum rann­sókn­ar­fyr­ir­tækjum og stofn­unum sama aðgang að sömu gögnum, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma, þá t.a.m. þeirra sem starfa í slag­togi við GAVI/CEPI;2 og hvort stjórn­völd hafa sett skil­yrði um nýtingu gagn­anna, þá til dæmis en ekki eingöngu að tryggður verði jafn aðgangur allra íbúa allra landa hvaða lyfi, mótefni eða bólu­efni sem þróa mætti á grund­velli rann­sókna þeirra, aftur með skír­skotun til þátt­töku Íslandsi í GAVI/CEPI.

Þar sem til stendur að hefja tilraun­ina, sem svo hefur verið nefnd, eftir eina viku, og þar mér sýnist mikil­vægt, m.a. spurn­ing um skjalfest og marg­inn­römmuð rétt­indi, að hvorki ég né aðrir séum á nokk­urn hátt gerð að þátt­tak­endum í vísinda­tilraun án upplýsts samþykkis, vil ég leggja nokkra áherslu á hversu gott mér þætti að fá svör við þessum spurn­ingum eins fljótt og kostur er. Ég mun vita­skuld líta á þær sem opin­berar um leið og þær berast og miðla þeim áfram.

References
1 Um þennan aðdrag­anda má nú lesa ítar­legri saman­tekt hér.
2 „Alls söfn­uð­ust 8,8 millj­arðar Banda­ríkja­dala á ráðstefnu bólu­setn­ing­ar­banda­lags­ins Gavi í gær en mark­miðið var að safna 7,4 millj­örðum. Katrín Jakobs­dóttir forsæt­is­ráð­herra tilkynnti um 500 millj­óna króna fram­lag Íslands á ráðstefn­unni,“ skv. frétt Vísis þann 5. júní 2020.