Von Þröm

30.8.2021 ~ 0 mín

Hæ.

Ég fann leið til að blogga án þess að þurfa að opna bloggið sjálfur, ég get haldið mig alfarið baksviðs.

Ég held að ég hafi þróað með mér einhvers konar netkvíða.

En svona er þetta ágætt. Á eitt­hvað skylt við að hvísla.

Mig langar samt eigin­lega ekki að tala um neitt. Ég á við: ekki að viðra álit á neinu álita­máli. Ég hef meiri áhuga á því, þessa stund­ina, að sumarið leið of fljótt. Þessir þrír dagar þarna.

Heldur mikil helj­ar­þram­ar­nánd upp á síðkastið. Í heim­inum. Kannski tók ég heljarþramarsótt.