„Eðli­legt líf“ og dauðvaldið

12.1.2022 ~ 3 mín

Ég sá orðið necrocapital­ism á twitter í dag. Ég ætla að þýða það sem dauð­vald, nema betri tillaga komi fram. Orðið birt­ist í eftir­far­andi þriggja tísta þræði frá Bree Newsome:

Álagið sem ég ber á hverjum degi um öryggi barns­ins míns í þessum aðstæðum, á meðan ég reyni að vera til staðar og einbeita mér að einhverju öðru en því, það er eitt­hvað sem ég get ekki einu dvalið við mjög lengi. Þessi dýna­mík er ósjálf­bær fyrir þetta land.

Ég er að því komin að loka á allt nema að verja barnið mitt og minnka álagið eins mikið og hægt er. Ég veit í einlægni ekki hvernig ég hélt takt­inum sem ég gerði árið 2021 en ég held að ég megni ekki að halda því áfram þetta ár. Dauð­valds­harkið meikar engan sens.1

Erfitt að halda áfram að sinna því hvers­dags­lega. Tölvu­póstur, vinnu­da­ga­talið, símtöl … ég er að reyna en úff. Ég get ekki einu sinni einbeitt mér, því ég er að reyna að halda hvers­dags­legri getu venju­legs vinnu­dags og hugs­unum um að þrauka á sama tíma. Kemur í ljós að heil­inn hneig­ist til að forgangsr­aða því sem varðar að lifa af.

Jordan Stancil svarar:

Ég get ekki sagt neinum hvað er best að gera. Ég veit bara að þau reiða sig á að þið gefist upp.

Og Newsome svarar honum:

Ég held að þau reiði sig á að við vinnum okkur öll í gröf­ina í þágu hagkerf­is­ins og þá muni þau bara skipta um okkur og halda áfram.

Til frek­ari útskýr­ingar bætti hún svo við:

Ég er ekki að segja að ég vilji gefast upp á að þrauka eða á frels­is­bar­áttu. Ég er að segja að ég er tilbúin að hætta öllu kjaftæði um að halda áfram eins allt sé eðli­legt. Ég vil komast af hamstra­hjól­inu sem á engan áfangastað.

Ef tilfellið er að við getum ekki gert ráð fyrir að stjórn­völd grípi inn í fyrir okkar hönd héðan af, þá sérstak­lega væri fárán­legt að halda áfram eins og venjulega.

Orðið necrocapital­ism virð­ist fyrst hafa verið sett saman og birst á prenti í kringum fjár­málakrepp­una 2008/2009.

Að því er ég kemst næst er höfundur hugtaks­ins Subhabrata Bobby Banerjee, prófessor í stjórn­un­ar­fræðum við Bayes viðskipta­skól­ann, sem tilheyrir City University of London. Greinin „Necrocapital­ism“ eftir hann birt­ist 1. desem­ber 2008 í ritinu Organ­ization Studies. Ég rétt skima yfir hana núna og sé að greinin hefst á tilvitnun í stjórn­anda Austur-Indía­fé­lags­ins frá árinu 1775, sem gefur grein­ing­unni rætur í sögu nýlendu­væð­ingar. „Í þess­ari ritgerð þróa ég hugtakið dauð­vald,“ segir Banerjee í útdrætti, „skil­greint sem samtíma­form þeirrar skipu­lögðu auðsöfn­unar sem felur í sér eigna­nám og undirokun lífs undir valdi dauðans.“

References
1 Þetta sem ég þýði hér sem dauð­valds­hark er necrocapital­ist grind á frummálinu.