Listin að svara ekki kostn­aði – dagleysa 667

07.1.2022 ~ 3 mín

„Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði bana­slys á sjó hér við Ísland.“ Á þessum orðum hefst grein sem Vísir birti á fimmtu­dag. Henni fylgir súlu­rit þar sem sjá má hvernig bana­slysum á sjó hefur fækkað mark­visst frá því upp úr 1970, þegar þau voru 30 til 65 á ári, í eitt til níu um alda­mót, niður í núll til fjögur undan­lið­inn áratug. Og þar af ekkert, eins og grein­ar­höf­undur segir, síðustu fimm ár. Það er magnað.

Það er meðal annars magnað vegna þess að frá hreinu hagrænu sjón­ar­miði er senni­legt að síðustu metr­arnir í barátt­unni skili ekki ávinn­ingi. Lífs­gæða­vegin lífár heitir mæliein­ingin í heilsu­hag­fræð­inni, faginu sem verð­leggur okkur. Fyrstu aðgerð­irnar hafa bjargað mörgum með tiltölu­lega litlum tilkostn­aði. Síðustu skrefin hafa bjargað fáum til viðbótar með miklum kostn­aði. Það er mjög ólík­legt að til sé reiknilíkan þar sem þessi síðustu skref svara kostn­aði. Og samt hefur það verið gert. Sem þýðir að einhver hefur smyglað öðru viðmiði inn í kerfið.

„Við erum komin með nýja björg­un­ar­báta, það er talstöð um borð, gps-tæki, neyð­ar­blys og kex, þyrlan er í góðu standi, flug­menn­irnir í góðri þjálfun, sjómenn­irnir syndir, vakt­irnar hafa styst, hvíld­ar­tím­arnir lengst, hlífð­ar­fötin eru heil, allir skór vel sólaðir. Við settum upp þetta hand­rið hérna eftir síðustu skoðun og við förum gegnum þennan tékklista þeirra á hverri vakt, á nú í alvöru að senda allt liðið aftur á skyndi­hjálp­ar­nám­skeið?“ – hefur einhver einhvern tíma spurt. „Er ekki komið nóg? Hvað með andlega álagið af þessum viðbún­aði öllum? Við þurfum að endur­heimta eðli­legt líf, það er kominn tími til að við lærum að lifa með brælunni!“

Og einhver hefur svarað: „Djöf­uls rugl er þetta, auðvitað fara þau á námskeiðið.“

Einhver hefur þannig sýnt meira vit og hugrekki en nú þykir við hæfi andspænis heimsfaraldrinum.

Og þess vegna er um þessar mundir hættu­legra að kenna börnum dönsku í grunn­skóla en að veiða þorsk á togara. Hættu­legra í þeim skiln­ingi að valda frekar alvar­legu heilsutjóni og dauða.

Nei, veröldin var ekki hættu­laus þar til pestin kom til sögunnar. Og kapí­tal­ism­anum var ekki annt um fólk. Að mann­eskjum sé kastað í ruslið í þágu ársreikn­inga er jafn hvers­dags­legt og hvert annað afbrot. En eins og hvert annað afbrot er það líka oftast einhvern veginn falið. Haldið í fjarska, haldið utan fjöl­miðla, haldið neit­an­legu. Því hvenær sem það verður alveg sýni­legt þykir það hneisa. Og það sem þykir hneisa, það er dýrt.

Að gera afbrotið að opin­skáu, opin­beru viðmiði. Ekki bara láta fólk deyja að því marki sem þykir hagkvæmt, heldur að segja það upphátt: já, við látum fólk deyja að því marki sem það er hagkvæmt. Að segja það upphátt, að gera ráð fyrir að því verði ekki andmælt, og að það reyn­ist rétt. Einhvers konar keðju­verk­andi siðferð­is­þrot. Að heilt samfé­lag fall­ist á þetta viðmið, samfé­lög, heims­hluti. Einhver nýr staður, ný forherð­ing, nýtt þrep í … hverju? Samfé­lags­legri sjálfsfyrirlitningu?

Jafn­vel áður en orðið vinnu­vernd hafði nokk­urn tíma heyrst í íslenskum sjáv­ar­út­vegi hefðu eigendur útgerð­anna ekki getað sagt þetta svona. „Menn sögðu einfald­lega að sjómennskan væri hættu­legt starf og sjómenn ættu að fara varlega,“ rifjar Svanur Guðmunds­son upp í grein­inni á Vísi. „Lítið væri við þessu að gera.“

Menn sögðu ekki: við gætum gert eitt­hvað í þessu en það myndi ekki svara kostnaði.

Að okkur eigi nú að vera svona tamt að reikna sjálf okkur og hvert annað burt. Að okkur reyn­ist það svona létt. Að við föll­umst á þá skyldu að brosa á meðan. Kannski tíðk­að­ist það hér í barbarí­inu fyrir tíma mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­innar og velferð­ar­ríkj­anna. Kannski. En í heimi okkar sem nú lifum er þetta nýtt af nálinni. Nýtt, ömur­legt, og alls ekki ljóst hvað ætti að vera á því byggjandi.