Tvær þverstæður um vísindi í heimsfaraldri

08.2.2022 ~ 1 mín

Að minnsta kosti tvær þverstæður gera vart við sig í samhengi við þekk­ingu á sjúkdómum.

Í fyrsta lagi að þekk­ingar á sjúk­dómi er ekki hægt að afla nema sjúk­dóm­ur­inn sé til staðar. Að því leyti er vísinda­leg ástríða ekki sjálf­krafa samferða hags­munum sjúk­lings. (Góði lækn­ir­inn í Plág­unni eftir Camus orðar þetta eitt­hvað á þá leið að það sé ekki hægt að lækna og vita hvort tveggja í senn – nú beri að lækna, það sé mikilvægara.)

Í öðru lagi þá var það þekk­ing­ar­leysi á nýjum smit­sjúk­dómi sem varð til þess að ríki heims gripu til stór­tækra varna vorið 2020, aðgerða sem gögn­uð­ust nær öllum íbúum þeirra jafnt. Þau áttu engin ráð nema að halda aftur af útbreiðslu smita, sem dró úr smit­hættu allra. Eftir því sem þekk­ing á sjúk­dómnum eykst, bæði smit­leiðum, einkennum, bólu­setn­ingu og mögu­legum lækn­ingum, þá eykst úrval leiða til að verja suma fyrir veik­indum en skilja aðra eftir. Sýni­leg­asta dæmið er auðvitað dreif­ing bólu­efna, þar sem öll efnaðri lönd heims hafa troðið sér fremst í röðina, staðið þar og hámað þau í sig en skilið önnur eftir. Enda var útbreiðslu veirunnar hleypt af stað víðast hvar um leið og krítískum massa „þeirra sem skipta máli“ hafði þannig verið forðað úr bráð­astri hættu. Eftir standa þau sem úrskurðað hefur verið að skipti ekki máli, berskjölduð. Þekk­ing­ar­leysi varð þeim til bjargar framan af, aukin þekk­ing fól í sér aukinn ójöfnuð, banvænan ójöfnuð.

Það þýðir ekki að vísindi séu ill. Aðeins að hags­munir þeirra og hags­munir almenn­ings fara ekki, í öllum tilfellum, óhjá­kvæmi­lega saman. Samlíf okkar við vísindin er flókið.