Sérvitrir þessir kommúnistar

15.4.2022 ~ 1 mín

Dauðs­föll vegna Covid-19 telj­ast aðeins þau sem eiga sér stað af völdum sjúk­dóms­ins innan 28 daga frá grein­ingu. Samkvæmt þeirri taln­ingu hafa nú 73 mann­eskjur látist af völdum farald­urs­ins á Íslandi það sem af er þessu ári, það er í omicron-bylgj­unni. Á þremur og hálfum mánuði. 73 mann­eskjur á Íslandi jafn­gilda, sem hlut­fall af íbúa­fjölda, 280 þúsund manns í Kína. Það er því afar, afar varkárt mat, afar naumt talið, að ef sama afbrigði veirunnar léki lausum hala í Kína myndu að minnsta kosti 280 þúsund manns láta lífið af hennar völdum. Leggjum allt hitt til hliðar, að dauðs­föllin yrðu líklega enn fleiri, bólu­setn­ingar þar eru ekki jafn útbreiddar og hér, horfum fram hjá því hversu margir verða veikir til lang­frama, fjölgun munað­ar­lausra barna – í Banda­ríkj­unum eru 200 þúsund börn nú munað­ar­laus vegna dauðs­falla í faraldr­inum – og horfum fram hjá þeirri hröðun sem getur orðið á þróun nýrra afbrigða með útbreiðslu smita í svo fjöl­mennu landi. Látum eins og eina afleið­ingin af því að fella niður sótt­varnir í Kína væru 280.000 dauðs­föll. Hvernig hefur lífs­sýn okkar þróast síðustu tvö ár, gild­is­mat þessa samfé­lags, hvers konar barbarismi hefur verið samþykktur sem rökfestan í tilveru okkar, ef það vekur furðu og veldur áhyggjum hér að stjórn­völd í Kína séu tilbúin að kosta nokkru til, til að forð­ast 280.000 ótíma­bær dauðsföll?