Tugt­húsið

08.10.2022 ~ 1 mín

Hún er ekki komin út en hún er á leið­inni. Og heitir Tugt­húsið. Bók sem ég byrj­aði að undir­búa seinni hluta ársins 2019, fór svo að taka á sig mynd frá vorinu 2020.

Mér skilst að hún eigi að birt­ast í búðum þann 20. októ­ber. Ef skipið ratar í land, afferm­ing gengur samkvæmt áætlun og svo fram­vegis – ef gæfan lofar.

Ég ætlaði ekki að láta glitta í bókar­káp­una hér eða annars staðar fyrr en á þeim degi, vildi leyfa bókinni að birt­ast í heilu lagi, ef ekki eins og þruma úr heið­skíru lofti þá eins og skratt­inn úr sauð­ar­leggnum. Eða álfur úr hól. En Bóka­tíð­indi eru komin á netið og þar blasir bæði kápan og stuttur kynn­ing­ar­texti við hverjum sem gáir. Svo það er ekki seinna vænna að ég hafi líka orð á þessu sjálfur. Að það verður bók.

Útgef­andi: Mál og menning.

Meira: síðar.