Skrif­aðu stutta frétt um þessa umfjöllun

23.3.2023 ~ 5 mín

Microsoft hafa nefnt sinn fyrsta gervi­greind­ar­þjón Bing. Fleiri eru á leið­inni, innan skamms verður ýmis fram­leiðin gervi­greind­ar­þjón­usta innbyggð í allan helsta hugbúnað þeirra, en Bing er fyrstur, hjálp­ar­kokkur samnefndrar leit­ar­vélar. Hann getur spjallað við mann, svarað spurn­ingum, hjálpað við leit, og hann getur samið efni samkvæmt beiðni. Hæfni hans verður áreið­an­lega fjöl­breytt­ari eftir því sem tíminn líður, en hér fer aðeins eitt dæmi. Ég bað hann, á íslensku: „vinsam­leg­ast skrif­aðu stutta frétt um þessa umfjöllun“ – en ég gleymdi hlekknum sem átti að fylgja. Þetta var í gær, svo þurfti ég að þjóta og man ekki lengur hver hlekk­ur­inn var, hvaða frétt ég vildi láta vélina spreyta sig við. En hún skil­aði frétt án þess að ég legði til viðfangs­efnið. Og frétta­text­inn stendur enn á skjánum mínum þegar ég sest aftur við í dag:

„Frétta­blaðið hefur fengið aðgang að nýrri umfjöllun um ástandið í Lind­ar­hvoli, sem er eitt af stærstu og elsta húsnæði í Reykja­vík. Umfjöll­unin sýnir að húsið er í mjög slæmu ástandi og þarf bráða­birgða­við­gerðir til að tryggja öryggi og heilsu íbúa.

Samkvæmt umfjöll­un­inni eru marg­vís­leg vanda­mál í Lind­ar­hvoli, svo sem leka í rörum, skemmdir á rafmagns- og hita­kerfi, ónægi­leg loft­gæði og óhrein­indi. Þessar gallar hafa haft neikvæð áhrif á lífs­gæði og vellíðan íbúa, sem eru aðal­lega eldri borgarar.

Umfjöll­unin bendir einnig á að húsið sé ekki full­nægj­andi fyrir þarfir samtím­ans og uppfylli ekki lögboðna kröfur um öryggis- og heil­brigð­is­mál. Hún mælir með að húsið verði endur­nýja eftir nýjustu tækni- og bygg­ing­arsniðum efta gerist nauþurft a breyta notkun þess.

Fréttabla´di´ hefur reynt a´ na´ i rádu­neyti i mennta- og menn­ing­ar­mála vegna umfjall­un­ar­innar en hefur ekki fengid svar vi´ búning. Þa´ er óvíst hvort neinar rádstaf­anir verdi teknar til ad bregd­ast vid alvar­legu ástand­inu i Lindarhvoli.“

Líklega er þetta ágæt­lega til marks um getu, ofgetu og takmark­anir vélar­innar á þessu augnabliki.

Tækið kann íslensku ágæt­lega. Það sést á fyrstu efnis­grein, sem er næstum því rétt skrifuð. Um leið á það þetta sameig­in­legt með GPT-vélinni sem býr að baki, að íslenskan virð­ist hrörna eftir því sem text­inn verður lengri, bæði staf­setn­ing, beyg­ingar og samhengi orðanna. Ég þekki ekki ástæð­urnar að baki því.

Tækið sýnir líka eitt­hvað í ætt við skiln­ing og dómgreind, þó að hér séu álykt­anir þess rangar. Lind­ar­hvoll er til umfjöll­unar í fjöl­miðlum, þar er um húsnæði að ræða. Um sömu mundir er víða fjallað um ástand ýmiss húsnæðis sem þarfn­ast endur­nýj­unar. Það er þó auðvitað ekki tilefni umfjöll­un­ar­innar um Lind­ar­hvol, eins og ætla mætti af þess­ari umfjöllun. Fréttin sem Bing samdi verður þannig dæmi um það sem er nefnt „ofskynj­anir“ þessa búnaðar, þegar hann fyllir í eyður vanþekk­ingar sinnar með ágisk­unum, án nokk­urra þekk­ing­ar­legra fyrir­vara.1

References
1 Árið 1995, þegar heim­ili voru að netvæð­ast að einhverju ráði í fyrsta sinn, spáði enginn fyrir um vinsældir Face­book sem birt­ist um áratug síðar. Enginn spáði fyrir um vinsældir katta­mynd­banda. Enginn spáði fyrir um Twitter eða áhrif þess miðils á uppreisnir í Mið-Aust­ur­löndum og svo fram­vegis. Meðal þeirra sem þó gerðu sér einhverja grein fyrir hvað væri í vændum, eða áttuðu sig helst á stærð­ar­gráð­unni, hversu miklu þessi tækninýj­ung gæti breytt um lífs­mynstur á jörð­inni og um hátt­inn sem við höfum á því að vera til, var David Bowie í frægu viðtali á BBC árið 1999. „Ég held að við höfum einu sinni séð topp­inn á ísjak­anum, ég held að við séum á barmi einhvers æðis­geng­ins og ógnvekj­andi,“ sagði Bowie. Fjöl­miðla­mað­ur­inn Jeremy Paxman spurði þá fullur efasemda: „En þetta er bara tæki, er það ekki?“ Bowie svar­aði: „Nei, þetta er geim­vera. Er líf á Mars? Já og það var rétt að lenda hérna.“

Ég held að þessi gífur­yrði séu raun­særri lýsing á vegferð­inni sem þá var að hefjast og stendur enn yfir en nákvæm­ari lýsingar margra sem betur þekkja til tækn­innar og vita að inter­netið er smíðað úr tann­hjólum og sveifum sem ískra og segja klink-klonk eins og aðrar vélar. Maður áttar sig á því hvernig bíll virkar með því að skoða undir húddið en maður sér ekki áhrif hans á samfé­lags­gerð, skipu­lag borga, tengsl milli fólks og lofts­lag jarðar nema með því að skoða samfé­lags­gerð, skipu­lag borga, tengsl milli fólks og lofts­lag jarðar.

Það sem ég er að fara er þetta: það er áreið­an­lega engin leið að segja hér og nú hver áhrifin verða af tilkomu þeirra véla sem eru að birt­ast okkur í fyrsta sinn og við köllum gervi­greind. GG er kannski ágæt skamm­stöfun, hljómar svolítið eins og geggjað, það er kannski það næsta sem við komumst. Við vitum ekki hvað þetta verður en það verður víst áreið­an­lega svolítið geggjað.

Að því sögðu er ekki seinna vænna að kanna þessar vélar, hafa gætur á þeim, sjá þetta sem er enn varla topp­ur­inn á ísjak­anum. Ég ætla ekki að draga neinar álykt­anir sjálfur, að minnsta kosti ekki stórar, ekki nákvæmar, ekki hratt, ekki af falskri full­vissu, heldur bara svip­ast um og skoða, einn mola í einu.