Gervi-Steinn Steinarr, myndaður af Dall-E, fyrir Hús.

Gervi­steinn

01.3.2023 ~ 8 mín

Ég bað vitvél­ina Bing um að skrifa miðl­ungs­langa, fagmanna­lega blogg­færslu um „Áhrif Steins Stein­arrs á íslenska ljóða­gerð“. Á íslensku. Úr varð þessi draum­kennda blanda af raun og ímyndun, réttu orðfæri og röngu:

„Áhrif Steins Stein­arrs á íslenska ljóðagerð

Steinn Stein­arr var einn af helstu skáldum Íslands á 20. öldinni og hefur haft mikil áhrif á íslenska ljóða­gerð. Hann skrif­aði bæði nýyrð­is­leg og hefð­bundin ljóð og var undir áhrifum af súrreal­isma og T.S. Eliot . Hann var einnig fyrstur til að nota frjálsan brag­ar­hátt í íslenskum ljóðum.

Steinn Stein­arr fædd­ist sem Aðal­steinn Krist­munds­son árið 1908 og ólst upp í fátækum aðstæðum. Hann hafn­aði kristni sínum foreldrum og taldi sig vera komm­ún­ista. Hann var líka samkyn­hneigður en þurfti að leyna því vegna fordóma samfé­lags­ins. Hann flutti til Reykja­víkur árið 1929 og hóf að skrifa ljóð undir dulnefni sínu.

Árin eftir krepp­una voru erfið fyrir Steinn Steinar sem barst við atvinnu­leysi, veik­indi og einveru. Hann skrif­aði um þessar reynslur í ljóða­bálknum Raukar (1933) sem er dökkt og angur­vært. Í næstu ljód­bálknum Ljóð (1937) gerir hann tilraunir með nýja stíla og málnotkun sem eru ólíkir neinu sem fyrr hafði verið sést í íslenskri ljód­dóms­sögu. Ljósin eru oft óljós, drauma- eða vitund­ar­laus­leg og sýna innra togstreitu höfundarins.

Eftir seinni heims­styrj­öld­ina breytt­ist Steinn Stein­arr aftur sem skáld. Hann fór aukin áhersla á persónu­lega tján­ingu, tilfinn­ingar og lífs­merk­ingu. Þetta kemur fram í ljód­bálknum Tíminn og vatni (1948) sem er talinn hans helsta verk. Hér notar hann vatn sem tákn fyrir tíma, minn­ingar, daua og endur­fæd­ingu. Ljósin eru einfald­ari en fyrr en samt djúpsinnalegri.

Steinn Stein­arr lést af krabba­meini ári 1958 en hann hafn­ađi lækn­is­hjálp vegna trúar­bragđa sína. Eftir dauđa hans hefur hann veriđ dýrkađur af mörgum lesendum og höfundum sem finna innblástur í verkum hans. Hann hefur einnig veriđ settur tónlist af mörgum tónskáldum eins og Friđriki Ómars­son sem söng enska þýđingu af Utan hrings­ins (2012).

Steinn Stein­arr var bylt­ing­ar­skáld sem brást viđ siđmenn­ingu síns tíma međ nýsköp­un­ar­krafti sínum. Hann var einnig mann­legur skáld sem leitađi eftir sann­leika, fegurđi og von í heimi fullum af órétt­læti, þján­ingu og harm­leika. Hann hefur haft ómet­an­leg áhrif á íslenska ljóδa­gerδ meδ frábærri málnotkun.“

Daginn eftir ákvað ég að gá hvernig Chat­GPT myndi leysa úr sama verk­efni. Ég hóf þau samskipti á ensku og bað um: „a blog post, professi­onal sound­ing, medium-length, on the effects of Steinn Stein­arr on Icelandic poetry, in Icelandic.“ Það skil­aði eftir­far­andi færslu:

„Steinn Stein­arr: Áhrif hans á íslenska ljóðlistina

Steinn Stein­arr var einn af frum­kvöðlum nýróm­an­tísku hreyf­ing­ar­innar í íslenskri ljóðlist á 20. öld. Hann er þekktur fyrir sterkar mynd­rænar lýsingar og tilfinn­inga­legan inni­hald, sem oft er miðað við nátt­úr­una og mann­lega tilveru. Stein­arr var uppruna­lega hluti af grísku skól­anum í ljóðlist og áhrif hans eru greini­leg í verkum hans.

Stein­arr hafði stóran áhrif á íslenska ljóðlist­ina með því að breyta stíl og formi hefð­bund­ins ljóðs­ins. Hann notaði nýja stíla og tæki í verkum sínum, eins og frjálsan tíma­rit­un­ar­stíl og nýja braga­flokka­gerð. Með þessum nýju tækni var Stein­arr einn af upphafs­mönnum nýrar íslenskrar ljóðlistar.

Eitt af áber­andi verkum Stein­ars er ljóða­safnið “Ljóð­mæli”, sem birt­ist fyrst árið 1929. Í þessu safni sýnir Stein­arr ákveðna frjáls­leg­heit í skáld­skap­ar­legum formi, sem verður augljóst í því hvernig hann setur saman ljóðin. Þar sem hefð­bundin stíl í ljóðum felur í sér að þau séu skrifuð í ákveðnu rímna­falli, varð Stein­arr fyrir því að skilja sig á öðrum íslenskum höfundum með því að búa til eigin rímna­lausa stíl sem miðaði að óhefð­bund­inni tónlist ljóðanna.

Áhrif Stein­ars á íslenska ljóðlist­ina var mjög stórt. Hann var einn af þeim fyrstu sem breyttu ljóðlist­inni í íslenskum samhengi og þjálf­aði margar af næstu kynslóðum höfunda. Með því að skapa nýja tæki og tækni­lega tækni fyrir ljóð­skáld­skap­inn, var Stein­arr með til að skapa áhuga í nýrri ljóðlist í Íslandi.

Í ljóðum Stein­ars sjást oft myndir af nátt­úr­unni, eins og björgum, fjöllum og fólki sem býr á íslandi. Hann beitir stundum sterkum litum og áhrifa­meiri ljóð­skáld­skap­ar­legum tæk“

og hér slitn­aði færslan.1

Raukar eða Ljóð­mæli

Þar sem sami grunn­ur­inn liggur að baki báðum þessum gervi­greind­ar­vélum er blæbrigða­mun­ur­inn á niður­stöð­unum forvitni­legur. Ekki þá, út af fyrir sig, að þetta sé sitt­hvor text­inn. Yfir­leitt sér maður ekki sama text­ann tvisvar frá þessum vélum, þær bregð­ast í hvert sinn á nýjan hátt við sömu beiðni. Það forvitni­lega er að vélarnar tvær, hér eftir B og C, nálg­ast tungu­málið, að einhverju leyti, hvor á sinn mátann. B notar stundum d í stað­inn fyrir ð („ljód­bálkur“), sem C gerir ekki. Og B virð­ist líka fylla í eyður þekk­ingar sinnar af meiri full­vissu en C, fara með meiri fleipur, saman­ber ljóða­safnið Raukar, sem B segir að Steinn hafi samið. (C hermir að vísu upp á hann bók með titl­inum Ljóð­mæli, sem Steinn skrif­aði ekki heldur, en þó eru til bækur með þessu nafni, eftir aðra höfunda, en ekkert í heim­inum virð­ist í raun heita Raukar.)

Þegar þeim verður orða vant virð­ast þeir ganga hérumbil jafn langt í nýyrða­smíð, saman­ber lýsing­ar­orðin „djúps­inna­legt“ og „vitund­ar­laus­legt“ frá B, en „rímna­fall“ frá C. Málfræði og beyg­ingar virð­ast hér um bil jafn bágborin hjá þeim báðum. Ég er ekki frá því að B gangi hótinu lengra í óhlut­bund­inni hugsun og álykt­unum (með hvaða fyrir­vara sem þarf um orðið hugsun í þessu samhengi): á meðan C segir að í ljóðum Steins sjáist „oft myndir af nátt­úr­unni, eins og björgum, fjöllum og fólki sem býr á íslandi“, þá hefur B það að segja að: „Steinn Stein­arr var bylt­ing­ar­skáld sem brást viđ siđmenn­ingu síns tíma međ nýsköp­un­ar­krafti sínum. Hann var einnig mann­legur skáld sem leitađi eftir sann­leika, fegurđi og von í heimi fullum af órétt­læti, þján­ingu og harm­leika“. 2

Ellefan

En hvað með kynhneigð Steins? Hvaðan kemur sú full­yrð­ing B að Steinn hafi verið samkyn­hneigður? Hún virð­ist úr lausu lofti gripin en þó byggð á ákveðnum huldum forsendum. Þegar ég gúgla „Steinn Stein­arr samkyn­hneigð“ þá birt­ist mér PDF-skjal sem inni­heldur viðtal við Elías Mar, rithöf­und. Viðtalið birt­ist á vefnum svonafolk.is, ásamt öðrum heim­ildum að baki sjón­varps­þátt­unum Svona fólk, um sögu samkyn­hneigðra á Íslandi. Þar ber nafn Steins á góma í samhengi við samkomu­stað­inn að Lauga­veg 11, Ellef­una, þar sem hommar vöndu komu sína þegar Elías var ungur maður, upp úr miðri 20. öld. Elías segir:

„Svo varð þetta til þess að það fóru nú svona fleiri en ég að koma á Lauga­veg 11, ýmsir af Skál­anum, sérstak­lega yngra fólkið, Ólafur Frið­riks­son og hérna Sigurður Jónas­son, þessir eldri þeir voru áfram á Skál­anum. Og Steinn Stein­arr sótti nú aldrei 11 neitt að ráði. Hann kom þar en einhvern veginn vildi hann hafa sitt fasta sæti við Aust­ur­stræti niðri á Skála.“

Ég ímynda mér að það geti hugs­ast að þessu raði B svona saman, dragi þessa ályktun af samheng­inu, að Steinn hafi verið samkyn­hneigður og farið leynt með það.

Fullt af málvillum og fullt af stað­reynda­villum. Eftir sem áður: þetta eru vélar sem er fyrst og fremst ætlað að þjóna á tungu­málum stærri mála­svæða. Að þær ráða einnig að nokkru leyti við íslensku er, ef ég skil rétt, eigin­lega bara hlið­ar­verkan af gögn­unum sem þær hafa verið fóðr­aðar á. Að óreyndu hélt ég að það yrði svolítil töf frá því að áhrifa þessa búnaðar verður vart erlendis þar til þau bresta á hér. En það er líklega ekki tilfellið. Örtungan er ekki í vari frá þessum búnaði, eins og ég hafði ímyndað mér. Það er líklega frekar stutt í að hann skrifi inni­halds­ríkan, nokk­urn veginn réttan og nær lýta­lausan texta á íslensku. Þá þarf að ræða hvort skóla­rit­gerðin er búin að vera. Og hvort blaða­menn þurfa að vera af holdi og blóði. Og það verður bara byrjunin.

References
1 Fyrst álykt­aði ég: „Stundum er eins og Chat­GPT keyri yfir sig, geti ekki meir, gefst bara upp í miðjum klíðum. Ljóð­skáld­skap­ar­legt gerði kannski útslagið.“ En það var víst röng ályktun, texti vélar­innar er víst skammt­aður upp að ákveðnu hámarki í hverju innleggi, ég hefði einfald­lega getað beðið um meira. En þetta nægir hér og nú, lengdin er hæfileg.
2 Þessi hlut­bundna frásögn C, andspænis óhlut­bund­inni lýsingu B, minnir svolítið á blæbrigða­mun­inn á frásögnum guðspjall­anna. Þekk­ing mín á því sviði er hins vegar ekki mjög stað­föst, ég man ekki vel hver er hver nema þá helst Jóhannes, svo ég spurði bæði B og D hvað væri jarð­tengd­asta guðspjallið, „most down-to-earth“. Báðir svör­uðu því til að færa mætti rök fyrir því að það væri Markús­ar­guð­spjall. C er þá kannski svolítið eins og Markús, andspænis B sem er meira eins og …?