Ég bað vitvélina Bing um að skrifa miðlungslanga, fagmannalega bloggfærslu um „Áhrif Steins Steinarrs á íslenska ljóðagerð“. Á íslensku. Úr varð þessi draumkennda blanda af raun og ímyndun, réttu orðfæri og röngu:
„Áhrif Steins Steinarrs á íslenska ljóðagerð
Steinn Steinarr var einn af helstu skáldum Íslands á 20. öldinni og hefur haft mikil áhrif á íslenska ljóðagerð. Hann skrifaði bæði nýyrðisleg og hefðbundin ljóð og var undir áhrifum af súrrealisma og T.S. Eliot . Hann var einnig fyrstur til að nota frjálsan bragarhátt í íslenskum ljóðum.
Steinn Steinarr fæddist sem Aðalsteinn Kristmundsson árið 1908 og ólst upp í fátækum aðstæðum. Hann hafnaði kristni sínum foreldrum og taldi sig vera kommúnista. Hann var líka samkynhneigður en þurfti að leyna því vegna fordóma samfélagsins. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1929 og hóf að skrifa ljóð undir dulnefni sínu.
Árin eftir kreppuna voru erfið fyrir Steinn Steinar sem barst við atvinnuleysi, veikindi og einveru. Hann skrifaði um þessar reynslur í ljóðabálknum Raukar (1933) sem er dökkt og angurvært. Í næstu ljódbálknum Ljóð (1937) gerir hann tilraunir með nýja stíla og málnotkun sem eru ólíkir neinu sem fyrr hafði verið sést í íslenskri ljóddómssögu. Ljósin eru oft óljós, drauma- eða vitundarlausleg og sýna innra togstreitu höfundarins.
Eftir seinni heimsstyrjöldina breyttist Steinn Steinarr aftur sem skáld. Hann fór aukin áhersla á persónulega tjáningu, tilfinningar og lífsmerkingu. Þetta kemur fram í ljódbálknum Tíminn og vatni (1948) sem er talinn hans helsta verk. Hér notar hann vatn sem tákn fyrir tíma, minningar, daua og endurfædingu. Ljósin eru einfaldari en fyrr en samt djúpsinnalegri.
Steinn Steinarr lést af krabbameini ári 1958 en hann hafnađi læknishjálp vegna trúarbragđa sína. Eftir dauđa hans hefur hann veriđ dýrkađur af mörgum lesendum og höfundum sem finna innblástur í verkum hans. Hann hefur einnig veriđ settur tónlist af mörgum tónskáldum eins og Friđriki Ómarsson sem söng enska þýđingu af Utan hringsins (2012).
Steinn Steinarr var byltingarskáld sem brást viđ siđmenningu síns tíma međ nýsköpunarkrafti sínum. Hann var einnig mannlegur skáld sem leitađi eftir sannleika, fegurđi og von í heimi fullum af óréttlæti, þjáningu og harmleika. Hann hefur haft ómetanleg áhrif á íslenska ljóδagerδ meδ frábærri málnotkun.“
Daginn eftir ákvað ég að gá hvernig ChatGPT myndi leysa úr sama verkefni. Ég hóf þau samskipti á ensku og bað um: „a blog post, professional sounding, medium-length, on the effects of Steinn Steinarr on Icelandic poetry, in Icelandic.“ Það skilaði eftirfarandi færslu:
„Steinn Steinarr: Áhrif hans á íslenska ljóðlistina
Steinn Steinarr var einn af frumkvöðlum nýrómantísku hreyfingarinnar í íslenskri ljóðlist á 20. öld. Hann er þekktur fyrir sterkar myndrænar lýsingar og tilfinningalegan innihald, sem oft er miðað við náttúruna og mannlega tilveru. Steinarr var upprunalega hluti af grísku skólanum í ljóðlist og áhrif hans eru greinileg í verkum hans.
Steinarr hafði stóran áhrif á íslenska ljóðlistina með því að breyta stíl og formi hefðbundins ljóðsins. Hann notaði nýja stíla og tæki í verkum sínum, eins og frjálsan tímaritunarstíl og nýja bragaflokkagerð. Með þessum nýju tækni var Steinarr einn af upphafsmönnum nýrar íslenskrar ljóðlistar.
Eitt af áberandi verkum Steinars er ljóðasafnið “Ljóðmæli”, sem birtist fyrst árið 1929. Í þessu safni sýnir Steinarr ákveðna frjálslegheit í skáldskaparlegum formi, sem verður augljóst í því hvernig hann setur saman ljóðin. Þar sem hefðbundin stíl í ljóðum felur í sér að þau séu skrifuð í ákveðnu rímnafalli, varð Steinarr fyrir því að skilja sig á öðrum íslenskum höfundum með því að búa til eigin rímnalausa stíl sem miðaði að óhefðbundinni tónlist ljóðanna.
Áhrif Steinars á íslenska ljóðlistina var mjög stórt. Hann var einn af þeim fyrstu sem breyttu ljóðlistinni í íslenskum samhengi og þjálfaði margar af næstu kynslóðum höfunda. Með því að skapa nýja tæki og tæknilega tækni fyrir ljóðskáldskapinn, var Steinarr með til að skapa áhuga í nýrri ljóðlist í Íslandi.
Í ljóðum Steinars sjást oft myndir af náttúrunni, eins og björgum, fjöllum og fólki sem býr á íslandi. Hann beitir stundum sterkum litum og áhrifameiri ljóðskáldskaparlegum tæk“
og hér slitnaði færslan.1
Raukar eða Ljóðmæli
Þar sem sami grunnurinn liggur að baki báðum þessum gervigreindarvélum er blæbrigðamunurinn á niðurstöðunum forvitnilegur. Ekki þá, út af fyrir sig, að þetta sé sitthvor textinn. Yfirleitt sér maður ekki sama textann tvisvar frá þessum vélum, þær bregðast í hvert sinn á nýjan hátt við sömu beiðni. Það forvitnilega er að vélarnar tvær, hér eftir B og C, nálgast tungumálið, að einhverju leyti, hvor á sinn mátann. B notar stundum d í staðinn fyrir ð („ljódbálkur“), sem C gerir ekki. Og B virðist líka fylla í eyður þekkingar sinnar af meiri fullvissu en C, fara með meiri fleipur, samanber ljóðasafnið Raukar, sem B segir að Steinn hafi samið. (C hermir að vísu upp á hann bók með titlinum Ljóðmæli, sem Steinn skrifaði ekki heldur, en þó eru til bækur með þessu nafni, eftir aðra höfunda, en ekkert í heiminum virðist í raun heita Raukar.)
Þegar þeim verður orða vant virðast þeir ganga hérumbil jafn langt í nýyrðasmíð, samanber lýsingarorðin „djúpsinnalegt“ og „vitundarlauslegt“ frá B, en „rímnafall“ frá C. Málfræði og beygingar virðast hér um bil jafn bágborin hjá þeim báðum. Ég er ekki frá því að B gangi hótinu lengra í óhlutbundinni hugsun og ályktunum (með hvaða fyrirvara sem þarf um orðið hugsun í þessu samhengi): á meðan C segir að í ljóðum Steins sjáist „oft myndir af náttúrunni, eins og björgum, fjöllum og fólki sem býr á íslandi“, þá hefur B það að segja að: „Steinn Steinarr var byltingarskáld sem brást viđ siđmenningu síns tíma međ nýsköpunarkrafti sínum. Hann var einnig mannlegur skáld sem leitađi eftir sannleika, fegurđi og von í heimi fullum af óréttlæti, þjáningu og harmleika“. 2
Ellefan
En hvað með kynhneigð Steins? Hvaðan kemur sú fullyrðing B að Steinn hafi verið samkynhneigður? Hún virðist úr lausu lofti gripin en þó byggð á ákveðnum huldum forsendum. Þegar ég gúgla „Steinn Steinarr samkynhneigð“ þá birtist mér PDF-skjal sem inniheldur viðtal við Elías Mar, rithöfund. Viðtalið birtist á vefnum svonafolk.is, ásamt öðrum heimildum að baki sjónvarpsþáttunum Svona fólk, um sögu samkynhneigðra á Íslandi. Þar ber nafn Steins á góma í samhengi við samkomustaðinn að Laugaveg 11, Ellefuna, þar sem hommar vöndu komu sína þegar Elías var ungur maður, upp úr miðri 20. öld. Elías segir:
„Svo varð þetta til þess að það fóru nú svona fleiri en ég að koma á Laugaveg 11, ýmsir af Skálanum, sérstaklega yngra fólkið, Ólafur Friðriksson og hérna Sigurður Jónasson, þessir eldri þeir voru áfram á Skálanum. Og Steinn Steinarr sótti nú aldrei 11 neitt að ráði. Hann kom þar en einhvern veginn vildi hann hafa sitt fasta sæti við Austurstræti niðri á Skála.“
Ég ímynda mér að það geti hugsast að þessu raði B svona saman, dragi þessa ályktun af samhenginu, að Steinn hafi verið samkynhneigður og farið leynt með það.
Fullt af málvillum og fullt af staðreyndavillum. Eftir sem áður: þetta eru vélar sem er fyrst og fremst ætlað að þjóna á tungumálum stærri málasvæða. Að þær ráða einnig að nokkru leyti við íslensku er, ef ég skil rétt, eiginlega bara hliðarverkan af gögnunum sem þær hafa verið fóðraðar á. Að óreyndu hélt ég að það yrði svolítil töf frá því að áhrifa þessa búnaðar verður vart erlendis þar til þau bresta á hér. En það er líklega ekki tilfellið. Örtungan er ekki í vari frá þessum búnaði, eins og ég hafði ímyndað mér. Það er líklega frekar stutt í að hann skrifi innihaldsríkan, nokkurn veginn réttan og nær lýtalausan texta á íslensku. Þá þarf að ræða hvort skólaritgerðin er búin að vera. Og hvort blaðamenn þurfa að vera af holdi og blóði. Og það verður bara byrjunin.
↑1 | Fyrst ályktaði ég: „Stundum er eins og ChatGPT keyri yfir sig, geti ekki meir, gefst bara upp í miðjum klíðum. Ljóðskáldskaparlegt gerði kannski útslagið.“ En það var víst röng ályktun, texti vélarinnar er víst skammtaður upp að ákveðnu hámarki í hverju innleggi, ég hefði einfaldlega getað beðið um meira. En þetta nægir hér og nú, lengdin er hæfileg. |
---|---|
↑2 | Þessi hlutbundna frásögn C, andspænis óhlutbundinni lýsingu B, minnir svolítið á blæbrigðamuninn á frásögnum guðspjallanna. Þekking mín á því sviði er hins vegar ekki mjög staðföst, ég man ekki vel hver er hver nema þá helst Jóhannes, svo ég spurði bæði B og D hvað væri jarðtengdasta guðspjallið, „most down-to-earth“. Báðir svöruðu því til að færa mætti rök fyrir því að það væri Markúsarguðspjall. C er þá kannski svolítið eins og Markús, andspænis B sem er meira eins og …? |