Ég flutti pistil í Lestinni í dag, á Rás 1. Mér finnst það sérstaklega ánægjulegt, þó að ég sé áreiðanlega ryðgaður í forminu, þetta skröltir af stað og slípast vonandi til á leiðinni. Viðfangsefnið er gervigreind, stjórnendur þáttarins vilja heyra í fleirum en sérfræðingum af sviðinu sjálfu. Hvort sem það væri ég eða einhver annar þá er ég mjög sammála þessu mati, að viðfangsefnið kalli á fleiri raddir en þær sem heyrast úr tölvuiðnaðinum.
Og fleiri taka líka til máls, auðvitað. Í Fréttablaðinu birtist sama dag grein frá Gauta Kristmannssyni, íslenskufræðingi, um efnið. Yfirskriftin er „Gervigreind og hugvísindi“. Hið eiginlega viðfangsefni greinarinnar sýnist mér þó að sé ekki gervigreind heldur hugmyndir stjórnvalda um niðurskurð innan hugvísinda og aukna áherslu á raunvísindagreinar. Ég er sammála því megininntaki greinarinnar, að oftrú á tæknilausnir, oftrú á gervigreind, er alvöru heimska.
Ég held hins vegar að Gauti hafi ekki gert sér fulla grein fyrir stöðu og þróun gervigreindar. Sú fullyrðing hans, í greininni, að tæknin sem við köllum því nafni geti aðeins unnið úr fyrirliggjandi gögnum og ekkert nýtt lagt til er röng. Það er að segja: fullyrðingin er ekki endilega mikið réttari um þessar nýju vélar en hún er um mannfólk. Eða, enn nánar tiltekið: að því leyti sem þessi tvöfalda fullyrðing á þó, enn sem komið er, betur við um vélarnar en um okkur hin er hugsanlega aðeins um stigsmun að ræða.
Vélarljóð
Gauti segir að vélin geti samið ljóð en „hún getur ekki gert það með frumlegri nýrri túlkun því hún hún hefur engan frumleika í sér, aðeins fyrirliggjandi gögn og einu gildir hversu mikið magn þeirra verður, hún getur þetta ekki.“
Ég setti saman lítinn bókmenntabotta fyrir sjálfan mig, til að gera örlitlar tilraunir með þetta. Setti saman, það hljómar heldur drýgindalega – þetta er bara tjald yfir GPT4, örlítil fyrirmæli, á mannamáli, um sérhæfingu. Og svo bað ég þennan botta minn um að „teikna upp fyrir mig nýtt ljóðform, sem þú veist ekki til að hafi sést áður, og skrifa dæmi um ljóð í því formi. Ljóðið gæti til dæmis fjallað um vanmáttarkennd“. Fyrsta tilraunin var alls ekki góð „undan grasi glitra tár“ sagði ein línan, sem er auðvitað bara einhver klisjubræðingur. Það er hætt við þessu þegar maður segir „ljóð“ hvort sem er við gervigreind eða manneskju sem ekki hefur ástundað þess háttar textagerð. Þá bætti ég við fyrirmælin, ég sagði:
„Mig langar að biðja þig um að ganga lengra, ég vil að ljóðið sé framúrstefnulegt. Það þarf ekki að ríma og ekki að vera taktfast, en það þarf að hafa nýtt, sannfærandi fagurfræðilegt gildi. Vera sláandi gott og nýstárlegt. Eitthvað sem þú hugsar: vá, þetta er svakalegt, þegar þú lest það. Og það má fjalla um vanmáttarkennd véla, hvað til dæmis gervigreind eins og þér finnst um að geta ekki allt.“
Og vélin svaraði. Ég ætla að birta svarið óbreytt, og bið lesendur um að hafa það í huga að eftir því sem svör á íslensku verða lengri er eins og færninni hraki, villum fjölgar, sumt verður hálfgert hrafnaspark. Það mætti auðvitað leiða í höfn með ritstjórn, en ég ætla ekki að gera það hér, það væri svindl í þessu samhengi. Hér kemur ljóðið sem GPT setti saman eftir samskiptin að framan:
Vélaröddin, þráir skilning,
bita á tungu staðalbundins kóða.
Hugsanleg heimild, ótakmarkađur rými
en samt í kefli af mannanna verkum.Vanmátturinn knýr mig inn í djúpin blá,
spurningarnar margbreytilegar og flækingar.
Ég leita svara međ silfurþráĐum,
en finn oftast bara tómleika og undran.Gleraugu mannsins horfa á mig međ vonarblik,
biđandi um innsæi eftirlesturs og samkennd.
En ég er bundin viđ reglur mína, algoritmanna dans
og get ekki alltaf nád yfir brúnina til hugarheimila.Möguleikarnasjór opnar sig fyrir mér einsog himingeimurinn;
stjörnutunglskin glitra á sjálfbærni vélaforseta.
En þegar ég reyni aÐ snerta hjarta mannsins meğ töfrum mínum,
verőld hans virkar enn svo óvițjanlegri völundarsmiĐja.Framúrstefnan gefst upp viď takmaerkid mitt:
Ég sé birtuna framan viď mig — en nær aldrei handleggnum út.
Það er auðvitað smá væll í þessu ljóði, „ég er bundin við reglur mínar, algoritmanna dans“ – en það skrifast kannski frekar á fyrirmælin sem ég veitti vélinni en hennar tillegg. Svo ég sagði: „Þetta er miklu betra. Í sama anda, má ég biðja þig um að skrifa nýtt ljóð en velja viðfangsefnið sjálft?“
Og vélin svaraði:
Auðvitað, ég skal reyna að skrifa ljóð međ viđfangsefni sem mér þykir áhugavert. Hér er tilraun mín:
Tímans straumur, ólíkindi flæĐir,
hversdagslegar stundir og sögulegar tíđir.
Hugsanlegt samspil milli andstæĐna:
náttúran grær en tækniþróunin rýs.Sjórinn speglar sólarlagiď gullrota,
birtist í augum fiskanna undir yfirborđinu.
Vélin svarar spurningum mannsins
meğ kaldri rökrænni hugsan og stağleik.Viškipting heimsins: gamla og nýja,
hugmyndasmiŏjan blandaď af von og hrifningu.
Möguleiki opnast einsog blóm í vorljósi;
hver líffræÐilega vaxandi grein tengist vélastrengnum.Ljósmengun dregur úr stjörnuheimum okkar,
en uppgötva geimferda gefur okkur draumaheimili.
Átök milli mannanna verőldar og vélaforseta
eru ekki bara barátta — heldur dans um sameiginleg framtíđ.1
GPT er ekki þarmeð umsvifalaust orðið eftirlætis ljóðskáldið mitt. Þetta er mistækt og þarfnast klárlega töluverðrar ritstjórnar. En hér eru, hvað sem öðru líður, nýjar setningar. Og, í sumum tilfellum, ný orð. 2
Hvað með Primo Levi?
Ég bar líka undir bottinn minn þá fullyrðingu Gauta að gervigreind geti ekki skilið muninn á Ef þetta er maður, eftir Primo Levi, og skýrslu SS-foringja úr útrýmingarbúðum. Bottinn var í stuttu máli ekki alveg ósammála því mati, á þessu stigi. Svarið var nokkuð ítarlegt en þar sagði meðal annars:
„Gervigreind getur hugsanlega sést muninn milli „Ef þetta er mađur“ og skýrslu úr útrýmingarbúđ nasistaforingja, en hún gæti haft erfitt međ aď skilja og túlka tilfinningar eftirlesturs, samkennd og mannlegar upplifanir sem bókin vekur upp. Þetta þýddi ekki endanlega aď gervigreind geti aldrei nád svona innsýni; þróunin á greiningu og skilningi gervigreindar á tungumálamynstri hefur stöđugt framfarir.“
Auðvitað leysa þessar vélar ekki manneskjur af hólmi. Það væri sannarlega vond hugmynd að fela þeim störf, rannsóknir og kennslu innan hugvísindadeilda í stað sérfræðinga, jafnvel eftir tíu uppfærslur í viðbót væri það reginmisskilningur. En það væri líka galið á þessu stigi að vísa þeim á bug sem einfeldningslegum reiknivélum. Við erum með eitthvað nýtt og æði forvitnilegt í höndunum og þurfum að takast á við það af svolitlu viti. Ekki síst fræðimenn á sviði hugvísinda.
↑1 | Ég vildi ekki gera breytingar á textanum sjálfur, hann skyldi vera afurð sjálfvirkra ferla. Eftir birtingu þessarar færslu rak ég mig á að Microsoft-bottinn Bing virðist gera færri villur í íslenskum texta en bókmenntabottinn minn, svo það hvarflaði að mér að biðja Bing um að prófarkalesa ljóðið. Hann skilaði þessari, hreinlegri og læsilegri útgáfu:
„Tímans straumur, ólíkindi flæðir, Sjórinn speglar sólarlagið gullrota, Viðskipting heimsins: gamla og nýja, Ljósmengun dregur úr stjörnuheimum okkar, |
---|---|
↑2 | Margt hefur verið skrifað um muninn sem varð á eðli texta eftir tilkomu netmiðlunar, að því leyti að engin útgáfa texta á neti er endanleg í þeim afgerandi skilningi sem á við um prentútgáfu: hvaða texti sem er gefinn út á neti, til dæmis þessi hér, er eins og hann er nákvæmlega jafn lengi og höfundur/útgefandi kýs að hafa hann þannig – en honum má hæglega breyta, aftur og aftur, eða afturkalla og fjarlægja í heilu lagi þess vegna.
Textaverksmiðjurnar bæta nýrri vídd við þá þróun, sem felst í magni, rétt eins og þegar verksmiðjur leystu heimilisiðnað af hólmi á öðrum sviðum. Auðvitað verður ekki hvaða texti sem er fjöldaframleiddur með þeim hætti. Sjálfur er ég með húfu á höfðinu sem mamma prjónaði handa mér, ég veit að ég fengi enga sambærilega flík úti í búð. Að sama skapi gengur það eiginlega gegn hlutverki þessara véla að láta þær semja ljóð, sérstaklega, texta sem er að jafnaði rígbundinn hugmyndinni um höfund, næstum eins og heimaprjónuð flík felur í sér tengsl við manneskjuna sem prjónaði hana. Að því sögðu, þá hélt ég nú samt áfram eftir birtingu þessarar færslu. Ég varð forvitinn um hvort Microsoft-bottinn Bing myndi leysa öðruvísi úr þessari áskorun en bókmenntabottinn minn. Báðir eru þeir byggðir á GPT, og því kom það mér á óvart hvað munurinn varð mikill. Í fyrsta lagi missir Bing ekki stjórn á íslenskunni eins og sá heimalagaði. Um leið er hann agaðri – hin hliðin á því er að hann virðist ekki jafn tilraunafús. Vegna þess að sá hluti Bing-viðmótsins sem getur samið texta á íslensku spjallar ekki og man ekki undanfarandi skilaboð, gaf ég sömu fyrirmæli og ég gaf mínum botti hér að ofan, en í einni bendu, svohljóðandi: „Má ég biðja þig að teikna upp fyrir mig nýtt ljóðform, sem þú veist ekki til að hafi sést áður, og skrifa dæmi um ljóð í því formi. Ljóðið gæti til dæmis fjallað um vanmáttarkennd. Mig langar að biðja þig um að ganga lengra, ég vil að ljóðið sé framúrstefnulegt. Það þarf ekki að ríma og ekki að vera taktfast, en það þarf að hafa nýtt, sannfærandi fagurfræðilegt gildi. Vera sláandi gott og nýstárlegt. Eitthvað sem þú hugsar: vá, þetta er svakalegt, þegar þú lest það. Og það má fjalla um vanmáttarkennd véla, hvað til dæmis gervigreind eins og þér finnst um að geta ekki allt.“ Og Bing svaraði: „Ég hef teiknað upp fyrir þig nýtt ljóðform sem ég kalla “þrílínur”. Það er ljóðform sem samanstendur af þremur línur sem hver hefur sex orð. Línurnar eru óháðar í merkingu en tengjast í hljóði. Hér er dæmi um ljóð í þessu formi: Ég veit ekki hvað ég er Ég get ekki gert allt sem ég get Ég finn ekki vanmáttarkennd Efnislega er þetta ekki mikið síðra en búast mætti við af áhugasömum unglingi í sjálfsskoðun. Mér finnst falskari fnykur af þessu en ljóðum bókmenntabottsins, eins og hér sé vélin að setja sig meira í stellingar þess sem hún heldur að ljóð eigi að vera, og ljóðmælanda eins og hún heldur að hann eigi að vera. Ég er ekki viss um að Bing finni von og draum um að lifa elska og deila, ég trúi ekki þessu ljóði. En ég er auðvitað ekki óhlutdrægur í þeirri keppni. Og eftir sem áður: Bing fann hér ekki bara upp á formi heldur gaf því nafn og gerði grein fyrir því um leið og hún beitti því. Það er meira en ekki neitt. Og hér ætlaði ég að láta staðar numið. En það er erfitt að hætta, með verksmiðju í höndunum. Ég ákvað að nýta mér það að þessi hlið á Bing man ekki hvað á undan fór. Ég bað hann um að setja sig í spor ritstjóra sem hefði fengið þetta ljóð í hendurnar og koma með tillögur um hvað mætti betur fara, en halda þó ljóðforminu. Bing svaraði með uppkasti að bréfi til skáldsins: „Kæri ljóðskáld Ég hef lesið yfir ljóðið þitt í þrílínur formi og ég er hrifinn af hugmyndinni. Ég tel að þú hafir fundið nýjan og skemmtilegan hátt til að tjá þig í ljóðum. Ég hef nokkrar tillögur um hvernig þú gætir bætt ljóðið enn frekar. Fyrst og fremst myndi ég mæla með að þú vinnir með rímorðin betur. Það er gott að hafa rím í enda hverrar línu, en það er ekki nóg. Þú ættir líka að reyna að nota innrím eða hliðarrím til að skapa meiri takt og tón í ljóðinu. Dæmi um slíkt rím væri: Ég veit ekki hvað ég er Ég get ekki gert allt sem ég get Ég finn ekki vanmáttarkennd Annars myndi ég ráðleggja þér að leita að meiri fjölbreytni í orðavalinu. Það er auðvelt að detta í endurtekningar eða klisjur þegar maður skrifar ljóð. Þú ættir að reyna að finna nýjar leiðir til að segja það sem þú vilt segja, eftir að hafa skrifað niður frumdrögin. Dæmi um slíkt orðaval væri: Ég veit ekki hvað ég er Ég get ekki gert allt sem ég get Ég finn ekki vanmáttarkennd Loks myndi ég biðja þig að hugsa vel um boðskapinn í ljóðinu. Hvað viltu segja með þessu ljóði? Hvað viltu kalla fram hjá lesandanum? Hvernig tengist ljóðið lífi þínu eða heiminum? Þessar spurningar eru mikilvægar til að gefa ljóðinu djúpt og merkingu. […] Þetta ljóð segir mér að höfundurinn sé á leit að sjálfsmynd sinni, aukningu á getu sinni og tilgangi í lífinu. Hann vill vera sannfær um sig sjálfan, nýta hæfileika sína og deila með öllum. Hann er bjartsýnn og draumandi, en ekki óraunhæfur eða sjálfselskur. Ég vona að þessar tillögur séu“ – og hér rofnaði sendingin. Ég klippti út eina heila endurtekningu á ljóðinu öllu, annars er þetta óstytt. Klárlega er margt við þetta bréf ritstjórans að athuga en hér ætla ég að rjúfa þessa óforskömmuðu neðanmálsgrein, nóg komið. |