Unað­ur­inn ekkert

24.5.2023 ~ 1 mín

Yfir­leitt er eitt­hvað. Eitt­hvað. Afmæli. Vinna, auðvitað, dedlæn. Eitt­hvað framundan. En nú er ekkert. Frá og með deginum í dag, frá og með um klukkan þrjú síðdegis í dag þegar ég gekk út um dyr opin­berrar stofn­unar þar sem ég átti erindi með Dísu, þá er ekkert á dagskránni hjá mér. Enginn staður sem ég hef lofað að mæta á. Ekki neitt.

Þessir dagar eru fágætir. Maður er yfir­leitt fljótur að bæta við sig skuld­bind­ingum. Eða þær fljótar að bæta manni við sig. Og ég þarf reyndar örlítið að hliðra sýn minni til að þetta horfi svona við mér, því í ágúst á ég raunar tíma hjá lækni. Og á mánu­dag bíða mín gögn að líta á hjá skjalsafni. En hvort tveggja er að minni ósk, mér býðst það, en ég er ekki skyldugur.

Svo hliðr­unin er ekki mikil. Það er ekki fjarri sanni að segja að ég hef hreinsað dagskrána mína. Ég hef ekki lofað mér eitt né neitt nokk­urn tíma aftur. Innboxið er tómt. Borðið er hreint.