Ég þarf ekki að ljúka við þessa færslu

07.1.2025 ~ 1 mín

Einu sinni hvarfl­aði það að mér hvort það væri ærlegra ef fjöl­miðlar – þá átti ég við dagblöð, prent­miðla – höguðu umfangi sínu eftir því hversu margt væri að frétta. Á tíðinda­miklum dögum yrði Mogg­inn til dæmis fullar fimm­tíu eða hundrað síður, hvað sem full stærð þýddi, en þegar færra gengi á skryppi hann einfald­lega saman, þá væri ekki orðum sóað í vitleysu heldur spöruð, hann gæti orðið tvær síður eða engin ef svo bæri við. Hvort það væri ekki ærleg­ast af útvarps­stöðvum að hafa bara hljótt þegar ekki er frá neinu mikils­verðu að segja, bíða bara … og mig rámar í að ég hafi þá litið svo á að ástæðan fyrir þess­ari sóun, að prent­miðl­arnir prenta allar þessar síður óháð frétta­magni, og útvarps­stöðv­arnar fylla allar mínút­urnar sínar, væru auglýs­ingaplássin, þarfir auglý­senda, stundum væri efnið sem fyllti síðurnar og mínút­urnar þá aðeins uppfyll­ing á milli auglýs­ing­anna. Sem væri slæmt, einhvers konar hrörnun, hitt væri betra ástand, að miðl­arnir legðu sig bara niður þegar þeir hefðu ekkert brýnt fram að færa. Auglý­sendur myndu spjara sig.