Jarð­skorpu­hreyf­ingar

28.1.2025 ~ 2 mín

Mér finnst nonfiction bækur1 sem ég les þessa dagana úreld­ast, meira eða minna, frá því þær koma út og áður en ég er hálfn­aður með þær. Ekki bara vegna þess hvað ég les hægt. Heim­ur­inn er á hreyf­ingu, alveg hrika­legri hreyfingu.

Ásgeir H. Ingólfs­son lést um helg­ina, eins og alþjóð veit. Meðal þess sem hann afrek­aði var að reka um árabil eins manns fjöl­mið­il­inn Menn­ing­ars­mygl á slóð­inni smygl.is. „Börn Miðflokks­ins“ hét síðasta færslan sem þar birt­ist. Loka­orð grein­ar­innar eru þessi:

„Dauða­költið sem Snorri Másson hefur áhyggjur af er dauða­költið sem hann er nýlega geng­inn í, Miðflokk­ur­inn og aðrir flokkar allra landa sem standa ekki vörð um lágmarks­mennsku, vilja þvert á móti loka náung­ann úti. Þetta eru költ sem skilja ekki kall tímans, þau skilja kannski hvert vind­ur­inn blæs en þeir skilja ekki undiröld­una, þá heims­sögu­lega atburði sem móta okkar tíma, lofts­lags­breyt­ingar, flótta­manna­straum­inn, stríðin, og það mun á endanum annað hvort tortíma þeim – eða verða til þess að þeir hjálpa okkur við að tortíma sjálfum okkur, ef við ösnumst til að kjósa þessi dauðakölt.“

Skýr­leik­inn og afdrátt­ar­leysið, andstaðan við fasis­mann, vilj­inn til að átta sig á stóra samheng­inu, finnst mér bæði góð áminn­ing og áskorun, eggjun. Þetta eru ekki, því miður, tímar til að anda rólega.

References
1 Deildin nonfiction held ég að sé oftast nefnd fræði­bækur og bækur almenns eðlis á íslensku, eða eitt­hvað í þá veru. Það er ekkert verri lýsing, bara lengri.