Víkj­andi hugmyndafræði

12.1.2025 ~ 2 mín

Ég skrif­aði þennan frasa hjá mér í gær, „víkj­andi hugmynda­fræði“ … var að velta fyrir mér valda­skipt­unum í Banda­ríkj­unum og fyrir­boð­unum … á samfé­lags­miðlum deila einhverjir því gamla heil­ræði að andspænis gerræð­is­legum stjórn­völdum (ef það er tæk þýðing á autho­rit­arian) skyldi maður gæta þess að hlýða ekki fyrir­fram. Og eru þá til dæmis með Zucker­berg og miðl­ana hans í huga, sem hafa tilkynnt nú fyrir valda­töku nýja gamla forset­ans að þeir muni ekki aðeins falla frá því að stað­reynda­prófa færslur, heldur líka fella niður svokölluð DEI-prógrömm, fjöl­breyti­leika­við­mið, við ráðn­ingar og fleira. Niður með fjöl­breyti­leik­ann, segja þeir, Trump er kominn.

Og það hvarfl­aði að mér, að andspænis ríkj­andi hugmynda­fræði megi tala um víkj­andi hugmynda­fræði. Kannski er fullsnemmt að segja Trump­isma ríkj­andi, nú þegar valda­tími hans er ekki hafinn á ný, en eitt­hvað sem virt­ist komið til að vera er þó greini­lega víkj­andi. Hvað sem við köllum það. Wokeismi, segir hægrið, nú lýkur öllum þessum woke­isma. Nú munu hvítir karlar loks aftur njóta sannmælis.

Það er auðvitað hluti af sömu bylgju þegar íslenska hægrið talar háðs­lega um Mann­rétt­inda­stofnun, til dæmis. Eða lætur eins og flótta­fólk séu ógn og vanda­mál á land­inu. Eða að tján­ing­ar­frelsi á Íslandi stafi sérstök hætta af … Evrópusambandinu.

Evrópu­sam­bandið er sann­ar­lega ekki sama apparat og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu, en það má hafa það í huga og rifja upp jafn oft og þarf, að rétt­ur­inn til að gagn­rýna stjórn­völd var ekki til staðar í íslenskum lögum fyrr en Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn krafð­ist þess, upp úr 1990. Það eru ekki miklar ýkjur að halda því fram að á þessu landi hafi Þorgeir Þorgeir­son, rithöf­undur, og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu loks innleitt 200 ára gamla grund­vall­ar­hug­mynd um tján­ing­ar­frelsi undir lok síðustu aldar. Það þarf afar sérstakt lund­arfar til að láta í veðri vaka að hér undir norð­ur­heim­skaut­inu sé eitt­hvert vígi þess fyrir­bæris sem þurfi sérstak­lega að verja fyrir ógnum frá megin­landi Evrópu. – Sérstakt lund­arfar eða hugmynda­fræði­lega sveiflu.