Greinasafnið Gjá kom út árið 2010. Ritstjóri þess var Kári Páll Óskarsson, útgefandi Nýhil, höfundur Haukur Már. Þar má finna greinar frá fyrsta áratugi aldarinnar, sem áður höfðu birst í öðrum miðlum, frá 2003 til 2010.
Um bókina skrifaði Kolbeinn Stefánsson ritdóm fyrir vefritið Hugsandi.is: „Eitt af því sem að bankahrunið afhjúpaði var kreppa íslenskra stjórnmála. Sú kreppa hefur fengið allnokkra umfjöllun í fjölmiðlum og þá er oftast vísað í kannanir á trausti í garð opinberra stofnana. Nálgun Hauks Más á kreppu stjórnmálanna er önnur og frumlegri. Hann nálgast kreppuna í gegnum tungumálið.“