Ó – um þegn­rétt tegund­anna í íslenskri nátt­úru (2019)

19.4.2019 ~ 1 mín

Einn hjálmkasúi hérna, skot­inn á bíla­stæð­inu við Kringl­una, uppi á þaki á gömlum Subaru. Tveir dverg­kasúar við tjörn­ina. Þar fuku nokkrir mávar með. Og einn svanur. Emúi úti í hrauni, í grennd við Straums­vík. Kíví­fuglar, heil hjörð, fjöl­skylda, hvað þetta kall­ast, fund­ust í sameign, í þvotta­húsi í blokk­ar­kjall­ara í Kópa­vogi. Barn í blokk­inni reyndi að bjarga þeim inn til sín. Hugs­aðu þér áfallið.

Ónatan Óttar situr í óform­legri yfir­heyrslu hjá lögregl­unni. Sakar­efni eru óljós og marg­þætt en öll tengj­ast þau 358 fram­andi fuglum sem sluppu úr sótt­kví og rangla nú um borg­ar­landið. Sjálfur þver­tekur Ónatan fyrir að eiga hlut að máli en ýmsar furður hafa þó hent hann undan­far­inn sólar­hring, eftir að honum var sagt upp störfum hjá Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands. Vegna sérstakra aðstæðna hefur lögreglu­mað­ur­inn Svanur nógan tíma til að hlusta.

Haukur Már Helga­son hefur áður sent frá sér skáld­sög­una Svavar Pétur og 20. öldin, ljóða­bækur og greina­safnið Gjá, ásamt þýðingum og greinum. Ó – um þegn­rétt tegund­anna í íslenskri nátt­úru er laun­fyndin skáld­saga úr íslenskum samtíma og náttúrusögu.

Ritstjóri: Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir.

(en)

Ó – um þegn­rétt tegund­anna í íslenskri nátt­úru was publis­hed, in Icelandic, by publis­her Forlagið, in April 2019.

Recently unempl­oyed microbi­olog­ist Ónatan is consi­d­ered suspect in the police investigation of an act of vandal­ism, as hundreds of imported birds of vari­ous species were let loose from their pet shop quar­ant­ine. While Ónatan sits through an informal but extensive interrogation, police forces are hunt­ing down the invasive species in all nooks and crannies of the city and its suburbs.