Þrif (2018)

01.5.2018 ~ 1 mín

Hombre, það eru opnar bódegur alla nótt­ina.“
„Þú skilur ekki. Þetta er hreint og nota­legt kaffi­hús. Það er vel lýst. Lýsingin er mjög góð og nú eru, þar að auki, skuggar af lauf­unum.“
„Góða nótt,“ sagði ungi þjónn­inn.
„Góða nótt,“ sagði hinn. Hann slökkti rafljósið og hélt áfram samtal­inu við sjálfan sig. Það er lýsingin, auðvitað, en stað­ur­inn verður líka að vera hreinn og notalegur.

Star­a­fugl gaf haustið 2018 út 24 bls. lesheftið Þrif, með stuttum textum um fyrir­bærið hreina og bjarta staði. Mouche I. Fatï tók heftið saman. Hryggj­ar­stykki útgáf­unnar er, að sögn Fatï, ný þýðing á smásögu Ernest Hemingway frá árinu 1933, „A Clean, Well-Lighted Place“ eða „Þrifa­legur staður með góðri lýsingu“.

Heftið var gefið út á PDF-sniði og dreift án endur­gjalds. Það má nálg­ast á vef Star­a­fugls og hér: