Tugt­húsið (2022)

21.1.2023 ~ 2 mín

Sumarið 1757 báðu sýslu­menn um leyfi til að hengja lands­ins laus­gang­ara en var í stað­inn gert að reisa tugt­hús. Næstu hálfu öld hírð­ust konur og karlar í Tugt­hús­inu við Arnar­hól fyrir marg­vís­leg brot við hörmu­legar aðstæður. Löngu síðar hefur húsið virðu­legra hlut­verk en yfir því er enn ekki ró. Getur hugs­ast að ónotin í húsinu stafi af óeirð einhvers sem þar dvaldi og dó?

Tugt­húsið eftir Hauk Má Helga­son er áhrifa­mikil skáld­saga sem varpar nýju ljósi á lífið í Reykja­vík á seinni hluta átjándu aldar, aumustu þegna lands­ins og vald­haf­ana sem sýsl­uðu með örlög þeirra.

– Af bókarkápu.

Umsagnir

★★★★★
„Verk hans er mikið afrek, sá þétti frásagn­ar­háttur sem hann kýs magn­ast hægt og stilli­lega eins og hert sé á þumal­skrúfu.“
– Páll Bald­vin Bald­vins­son / Stundin

★★★★½
Tugt­húsið er sérlega vel upp byggð saga, frásagn­ar­stíll­inn þjáll og gríp­andi og persónu­sköpun góð.“
– Páll Egill Winkel / Morgunblaðið

„Mögnuð lýsing á fátækt og rétt­leysi Íslend­inga á seinni helm­ingi 18. aldar og við upphaf þeirrar 19. Hags­muna­gæslu, fólsku og óþverra­skap yfir­valda lýst af hrein­skilni.“
– Kristján Jóhann Jóns­son / Fréttablaðið

„Ég er ofboðs­lega hrifin af þess­ari bók! Þetta er bók sem ég á eftir að lesa aftur.“
– Kolbrún Berg­þórs­dóttir / Kiljan

„Mjög áleitin bók … Rosa­lega fjör­ugt persónugallerí.“
– Egill Helga­son / Kiljan

„Það er eins og saga húss­ins sé alleg­oría fyrir tilurð okkar sem nútíma­þjóðar og það er líka draug­ur­inn í sögunni. Hvernig má það vera að okkar fyrsta skref inn í nútím­ann hafi verið byggt á slíkri kúgun, eymd og volæði af manna völdum?“
– Gauti Krist­manns­son / Víðsjá

„Óvenju­leg­asta og kraft­mesta bók þessa flóðs og væri það áfram þótt þú tækir með síðustu tíu. Og næstu tíu.“
– Eiríkur Örn Norð­dahl / Fjallabaksleiðin

Tugt­húsið dregur til ljóss­ins grimmd­ar­verk í forsögu lýðveld­is­ins. Bókin er ógleym­an­legur minn­is­varði reistur fólki sem yfir­völd fórn­uðu. Og níðstöng reist því yfir­valdi.“
– Kristín Ómarsdóttir

„Djúp og óvenju­leg saga.“
– Bubbi Morthens

Um útgáf­una

1. prentun októ­ber 2022.
2. prentun desem­ber 2022.

Mál og menn­ing gaf bókina út, undir ritstjórn Sigþrúðar Silju Gunnarsdóttur.

Harð­spjalda­út­gáfan fæst í öllum helstu bóka­versl­unum, þar á meðal í Bóka­búð Forlags­ins, Penn­anum-Eymunds­son, Bóksölu stúd­enta og Bókakaff­inu, að ógleymdum bóka­söfnum landsins.

Í Bóka­búð Forlags­ins má einnig nálg­ast epub-rafbókar­út­gáfu en Kindle-útgáfa Tugt­húss­ins fæst á Amazon.com.

Þá fæst Tugt­húsið sem hljóð­bók. Upplestur hennar annað­ist Pétur Eggerz. Upptaka, hljóð­blöndun, hljóð­vinnsla og annar frágangur var í höndum Sindra Freys.